Norska og sænska

Norsku- og sænskukennsla fyrir framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í byrjun annar er stundatafla áfanganna auglýst á heimasíðu MH, inni á síðum fyrir norsku og sænsku. Þar má finna allar upplýsingar um kennsluna en áfangalýsingar eru sýnilegar hér undir Námið, áfangalýsingar.

Hægt er að velja norsku eða sænsku í stað dönsku sem Norðurlandamál í framhaldsskóla ef nemandi kann norsku eða sænsku, þ.e. ef nemandi hefur lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli á Íslandi eða lokið grunnskóla annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er boðið upp á norsku- eða sænskukennslu fyrir byrjendur.

Nemendur sem mega læra norsku eða sænsku í staðinn fyrir skyldubundna dönskuáfanga, geta skráð sig sjálf hér á síðunni um leið og þau eru komin inn í framhaldsskóla. Nemendur skrá sig með því að fylla út eyðublaðið sem hér er: Eyðublað til að skrá sig í norsku eða sænsku Skrifstofur framhaldsskólanna aðstoða einnig nemendur sína við skráninguna, eftir þörfum.  Þetta á einnig við þá nemendur sem núþegar eru í framhalsskóla og vilja skrá sig í norsku eða sænsku. Skráningu þarf að vera lokið fyrir lok dags 16. ágúst 2024.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við áfangastjóra MH, afangastjori@mh.is.

Hér eru nánari upplýsingar um fyrsta kennsludag og stundatöflu í norsku og sænsku.

Síðast uppfært: 07. júní 2024