Norska og sænska

Í MH er kennd norska og sænska fyrir framhaldsskólanemendur sem hafa lært þessi tungumál í grunnskóla, hér á landi eða erlendis.

Hægt er að velja norsku eða sænsku í stað dönsku sem Norðurlandamál í framhaldsskóla ef nemandi kann norsku eða sænsku, þ.e. ef nemandi hefur lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli á Íslandi eða lokið grunnskóla annars staðar á Norðurlöndum.

Ekki er boðið upp á norsku- eða sænskukennslu fyrir byrjendur.

Nemendur sem skrá sig í norsku eða sænsku fara í matspróf (könnunarpróf) í fyrsta tíma, þar sem kunnátta þeirra er metin.

____________________

Nemendur sem ætla að taka norsku eða sænsku, og eru ekki í MH, eiga að skrá sig sem fyrst þegar ný önn er að hefjast, á skrifstofu þess framhaldsskóla sem þeir eru í, en ekki á skrifstofu MH. Viðkomandi skóli sendir skráninguna áfram til áfangastjóra MH, afangastjori@mh.is

Hér eru nánari upplýsingar um fyrsta kennsludag og stundatöflu í norsku og sænsku.

Síðast uppfært: 28. febrúar 2023