Fréttir

Próftafla haustannar 2021

Okkur í MH finnst ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Nú er langt liðið á seinni hluta haustannar 2021. Eitt af því sem þá þarf að huga að er próftaflan. Hún hefur nú verið birt nemendum í Innu og hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Stígum grænu skrefin saman

Í MH fá nemendur hafragraut, grjónagraut og súpu í einnota umbúðum. Eftir áramótin munum við fara yfir í margnota umbúðir og leysast þá mörg flokkunarvandamálin. Í umhverfisvikunni, þar sem nemendur flokkuðu og flokkuðu og stóðu sig almennt mjög vel, kom í ljós að við þurfum að gera betur í flokkun einnota skála og þess sem eftir er í þeim. Því höfum við ákveðið að þangað til margnota skálar koma í hús hættum við að setja þessar skálar í pappírstunnuna og ætlum við að biðja alla um að setja þær og skeiðarnar á borð sem búið er að koma fyrir við báða enda Matgarðs og eitt á Miðgarði. Á borðunum eru lífrænir dallar þar sem tæma má afganga úr einnota skálunum og skilja svo skálarnar eftir á borðinu.
Lesa meira

Haustfrí 21. og 22. október

Haustfrí verður í MH fimmtudaginn 21. október og föstudaginn 22. október. Kennsla hefst aftur mánudaginn 25. október. Við óskum öllum góðs haustfrís.
Lesa meira

Valið fyrir vorönn 2022 er hafið - Hvar er valið þitt?

Í MH velja nemendur áfanga út frá brautarskipulagi og ráða sjálf hverju sinni, hvaða áfanga þau taka og í hvaða röð. Í dag var opnað fyrir valið fyrir vorönn 2022 og hafa nemendur til og með 11. október til að ganga frá því. Það fer eftir niðurstöðum valsins hvaða áfangar verða endanlega í boði á vorönn. Nemendur geta kynnt sér áfangaframboðið á heimasíðunni þar sem hægt er að skoða lista með öllum áföngum sem boðið er uppá og einnig glærur sem sýna hvaða valáfangar eru í boði. Við hvetjum alla nemendur til að skoða þetta vel og leita sér aðstoðar, ef þeir þurfa, hjá umsjónarkennurum, námstjórum, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjöfum.
Lesa meira

Heimsókn í MH

Vikuna 4.-10. september kom hópur 9 nemenda og tveggja kennara frá Bielefeld, Þýskalandi í heimsókn í MH. Þau hittu 12 nemendur og 3 kennara í Erasmus+ samstarfsverkefni sem hverfist um lýðræði og umhverfismál. Hér voru haldnar þrjár málstofur og hitti skemmtilega á að báðar þjóðir voru að upplifa kosningabaráttu í sínu landi sem setti mark sitt á umræðuna. Gestirnir voru mjög ánægðir með það sem þau sáu í MH og fengu meðal annars að heyra kórinn syngja og sáu kynningu stjórnmálaflokkanna fyrir skuggakosningarnar. Hópurinn heimsótti einnig Hellisheiðarvirkjun, Þingvelli, Gullfoss, Geysi og gosstöðvarnar, sem þeim fannst mikið til um. Eftir skemmtilega og fróðlega samveru hér í MH og utan skólans höfðu íslenski og þýski hópurinn kynnst og hlakka til að sjást aftur í vor, þegar Bielefeld verður heimsótt.
Lesa meira

Menntaskólinn við Hamrahlíð 55 ára 24. september

Í dag á Menntaskólinn við Hamrahlíð 55 ára afmæli. Skólinn var settur í fyrsta skipti 24. september 1966 af Guðmundi Arnlaugssyni fyrsta rektor skólans. Í ræðu Guðmundar kom fram að það hafi verið mikið tilfinningamál að stofna annan menntaskóla í Reykjavík. Í máli dr. Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra kom fram að það væru merk tímamót þegar nýr menntaskóli er tekin í notkun. Hann óskaði þess „að íslensk æska mætti sækja í skólann visku og þroska.“ Skólinn hefur svo sannarlega dafnað og vaxið á þessum rúmu fimm áratugum en í dag stunda rúmlega 1000 nemendur af 30 þjóðernum nám við skólann og er starfsfólk vel á annað hundrað. Það er spennandi að hugsa til þess hvernig skóli MH verður eftir önnur 55 ár.
Lesa meira

Hafragrauturinn

Í morgun mætti hafragrauturinn á Miðgarð við mikil fagnaðarlæti nemenda sem kláruðu hann upp til agna. Grauturinn verður í boði þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 9:50-10:10 og föstudaga 10:05 til 10:25. Nemendur eru hvattir til að koma með margnota ílát fyrir grautinn en þeir sem gera það ekki eiga að hreinsa vel úr pappaskálunum og setja þær í rusl fyrir pappír og skeiðarnar eru úr efni sem brotnar niður og mega því fara í lífrænu tunnuna.
Lesa meira