Síðasta kennsluvikan runnin upp

Það kemur alltaf jafnmikið á óvart þegar síðasta kennsluvika rennur upp í allri sinni dýrð. Þessa viku nota nemendur og kennarar til að klára efnið, spyrja spurninga og líta yfir farinn veg. Á föstudaginn er síðasti kennsludagur og í kennslustund kl. 11:40 verður skemmtun á sal, þar sem útskriftarefni haustannar fá tækifæri til að kveðja okkur hin sem eftir verðum. Engin kennsla verður því í þeirri kennslustund. Fyrsta próf hefst svo mánudaginn 4. desember og hvetjum við ykkur öll til að skoða próftöfluna ykkar vel. Notið þessa síðustu daga vel og gangi ykkur sem best.