Jafnréttisfræðsla í MH

Jafnréttisfræðsla var fyrirferðarmikil hjá okkur í nóvember. Karen jafnréttisráðgjafi heimsótti nýnemana okkar í lífsleikni og fór yfir kynheilbrigðismál með þeim, samþykki og mörk. Hún var einnig með jafnréttisfræðslu fyrir útskriftarefnin og ræddi þar um forréttindi og mismunun innan kynjakerfisins. Þetta var svo toppað þegar nýnemahóparnir og útskriftarefnin sameinuðust á Miklagarði en þar var baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir komin til þess að fræða hópana um stafrænt samþykki.

Nemendur MH og foreldrar eiga kost á jafnréttisráðgjöf hjá Karen. Hægt er að bóka tíma á heimasíðunni eða senda henni línu á karen@mh.is.