Sokkur EHF

Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, Ingólfur Ísarr Ingólfsson og Úlfrún Kristínudóttir.
Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, Ingólfur Ísarr Ingólfsson og Úlfrún Kristínudóttir.

Nemendur í frumkvöðlafræði komust í úrslit í MEMA nýsköpunarhraðlinum 2023 með verkefnið Sokkur EHF. Hugmyndin gengur út á að hreinsa plast og annað rusl úr ám og lækjum áður en það rennur út í sjó. Í keppninni áttu nemendur að vinna með 14. Heimsmarkmiðið "Líf í vatni". Fimmtán lausnum var skilað inn til dómnefndar MEMA 2023 og við tók ströng yfirferð verkefna.

Fjölbreytt teymi frá fimm framhaldsskólum tóku þátt í MEMA 2023 nýsköpunarhraðlinum. Teymin voru frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Menntaskólanum á Ísafirði.

Sokkur EHF fékk þróunarsamning frá MEMA og getur teymið því unnið verkefnið eitthvað áfram.
Til hamingju með árangurinn MH-ingar.