Fréttir

Lagnó - er búið að fjölga plássum

Lagningardagaráð var að vinna á fullu við að fjölga plássum og bæta við rýmum og fyrirlestrum.
Lesa meira

Skráning er hafin á lagningardaga

Til að taka þátt í viðburðum á Lagningardögum þarf að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram á heimasíðu nemendafélagsins og hlekkurinn er einnig undir viðburðir á heimasíðu MH.
Lesa meira

Lagningardagar núllstilltir

Skráning á viðburði lagningardaga fór af stað með aðeins meiri látum en við bjuggumst við svo við þurftum að enduræsa allt. Búið er að loka aftur fyrir skráningar og allt verður núllstillt. Á morgun kl. 10 opnum við aftur og þá gefst öllum kostur á að skrá sig á viðburði fimmtudagsins eða föstudagsins. Nemendur mega skrá sig á mest þrjá viðburði á fimmtudeginum og 3 á föstudeginum. Allir eiga að komast að.
Lesa meira

Húfumátun

Ákveðinn vorboði var í lofti í MH í dag þegar tilvonandi stúdentar mættu og skoðuðu stúdentshúfur til að skarta á útskriftardaginn.
Lesa meira

Lagningardagar 18. og 19. febrúar

Á lagningardögum gerum við í MH okkur dagamun. Við leggjum skólabækurnar til hliðar og skellum okkur á fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi. Lagningardagaráð sér um að skipuleggja dagskrána og er nú að leggja lokahönd á að skrá viðburði og annan undirbúning. Nemendur munu þurfa að skrá sig á hvern viðburð og fylgja sóttvarnarreglum. Von er á nánari upplýsingum innan skamms. Hér gefst tækifæri til að skoða kynningarmyndband frá lagningardagaráði og byrja að hlakka til.
Lesa meira

Fullt staðnám frá 1. febrúar nk.

Fullt staðnám hefst 1. feb. nk. með örfáum undantekningum. Nemendur mæta í alla tíma í hús samkvæmt stundatöflu vorannar. Það er langþráð stund að sækja alla tíma í staðnámi en við minnum á að aðstæður geta breyst mjög skyndilega eins og gerðist á haustönn. Því er mikilvægt að virða sóttvarnarreglur og vera alltaf með grímuna uppi, muna að spritta sig og virða nálægðarmörk. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans undir Kennsla í COVID-19.
Lesa meira

Myndlistarsýning

Síðastliðinn föstudag voru nemendur á lokaári í IB með myndlistarsýningu þar sem þau prófuðu að sýna verkin sín í því skyni að undirbúa sig undir að halda stærri sýningu í vor. Sýningin var haldin í einum af íþróttasölum skólans og stóðu listamennirnir sig með prýði. Thank you for a good show.
Lesa meira

Lið MH áfram í þriðju umferð Gettu betur

Lið MH sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í annarri umferð Gettu betur. Fóru leikar þannig að lið MH hlaut 30 stig á móti 17 stigum Sunnlendinga. Lið MH skipa Ari Hallgrímsson forseti NFMH, Júlía Helga Kristbjarnardóttir og Ísleifur Arnórsson. Við óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með sigurinn. Liðið er núna búið að tryggja sig inn í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu á næstu vikum.
Lesa meira

Úrsögn úr áfanga

Töflubreytingum lýkur alveg í dag mánudaginn 11. janúar. Eftir það hafa nemendur tækifæri til 22. janúar til að segja sig úr áfanga eftir samtal við náms- og starfsráðgjafa, námstjóra eða áfangastjóra. Við þá úrsögn kemur úrsögnin fram á ferli nemenda og telst sem seta í áfanga. Eftir að 5 vikur eru liðnar af önninni þá mun áfangastjóri taka stöðuna á ástundun nemenda og fara yfir stöðuna í samráði við kennara viðkomandi nemenda. Nánar má lesa um skólasóknarreglur á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Dansandi nemendur í MH

Í MH er staðkennsla fyrir hádegi mánudaga til fimmtudaga. Í gær rölti Bóas, sálfræðingur skólans, um skólann og ræddi við nemendur, kennara og rektor og hægt er að hlusta á upptökuna í dótakassanum. Í dag voru nemendur hjá Ásdísi Þórólfsdóttur að læra að dansa Salsa í valáfanga í spænsku. Tilþrifin má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.
Lesa meira