Nýr skólastjórnarfulltrúi NFMH

Nemendur í MH kjósa skólastjórnarfulltrúa einu sinni á ári. Nýr skólastjórnarfulltrúi fyrir næstu tvær annir er Dagur Ingason og er hann nemandi á öðru ári í MH. Skólastjórnarfulltrúi er fulltrúi nemenda á skólastjórnarfundum og kemur hann hugmyndum nemenda á framfæri. Um leið og við bjóðum Dag velkominn til starfa þá þökkum við Guðrúnu Lilju fyrir vel unnin störf í þágu NFMH.