Lokaprófin hófust í dag 1. desember skv. próftöflu. Nemendur sjá sína eigin próftöflu í Innu og þar kemur líka fram klukkan hvað prófin byrja. Nemendur sem hafa sótt um að breyta prófi þurfa að athuga að próftaflan í Innu hefur ekki breyst og allar upplýsingar um breyttan próftíma eru í tölvupósti til hvers og eins frá prófstjóra. Passið vel upp á að skoða þetta vel svo þið missið ekki af prófi. Allir nemendur hafa fengið tölvupóst frá prófstjóra þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi próftöku í MH. Þar er einnig hlekkur á HVAR PRÓFIN ERU STAÐSETT Í HÚSINU HVERJU SINNI. Þessar upplýsingar verða einnig settar á upplýsingaskjáina í skólanum. Gangi ykkur sem best og munið að huga vel að hreyfingu, næringu og svefni á meðan á prófatímabili stendur.
Lokað hefur verið á einkunnir hjá nemendum þannig að allar einkunnir (fyrir annað en það sem hefur nú þegar verið skilað) sem gætu birst á prófatíma teljast vinnueinkunnir og endanlegar einkunnir verða ekki komnar inn fyrr en við auglýsum það á staðfestingardegi.