Lið MH í Leiktu betur: Bjarki Ingason, Saga Davíðsdóttir, Alda Örvarsdóttir og Halldór Gauti Tryggvason.
					 
				MH tók í gær þátt í Leiktu betur og lenti lið skólans í öðru sæti. Saga Davíðsdóttir fékk einnig verðlaun sem leikkona kvöldsins, en lið MH skipuðu ásamt Sögu, Alda Örvarsdóttir, Bjarki Ingason og Halldór Gauti Tryggvason.
Á hverju ári keppa framhaldsskólar landsins í leikhússporti og spuna undir merkjum Leiktu betur. Keppnin er einn af viðburðum Unglistar, listahátíðar ungs fólks, sem er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk. Keppnin í gær var haldin í Tjarnarbíói.
Við óskum Öldu, Bjarka, Halldóri Gauta og Sögu innilega til hamingju með árangurinn.