MH-ingar fengu forsetamerkið

Skátarnir sem hlutu forsetamerkið, ásamt Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja og MH-ingi, og frú …
Skátarnir sem hlutu forsetamerkið, ásamt Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja og MH-ingi, og frú Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.

Þann 2. nóvember síðastliðinn veitti forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, 26 skátum forsetamerkið. Í þeirra hópi voru fjórir núverandi MH-ingar, þeir Aðalsteinn Ingi Jónasson, Andri Rafn Ævarsson, Daníel Þröstur Pálsson (forseti NFMH) og Helgi Þórir Sigurðsson. Í hópnum var einnig Elí Hrönn Hákonar, sem útskrifaðist frá MH í vor.

Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er 2-3 ára verkefni sem hvetur skátana til persónulegs vaxtar í gegnum 24 fjölbreytt verkefni sem skátarnir þurfa að vinna að, eins og segir í umfjöllun skátanna um athöfnina.

Við óskum skátunum okkar innilega til hamingju með árangurinn.