Stundatöflur eru sýnilegar í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin og opnað hefur verið fyrir umsóknir um töflubreytingar hjá eldri nemendum í INNU. Töflubreytingum í INNU lýkur mánudaginn 5. janúar og þá er einungis hægt að sækja um töflubreytingar hjá námstjórum til og með mánudeginum 12. janúar. Eftir það er ekki hægt að bæta við áföngum en hægt er að skrá sig úr áfanga/um.
Nýir MH-ingar sem telja sig þurfa að fá einhverjar breytingar á stundatöflunni sinni mega koma í MH föstudaginn 2. janúar milli 10:00 og 14:00 og fá aðstoð námstjóra til að laga stundatöflurnar. Einnig boðum við nýja MH-inga á kynningarfund mánudaginn 5. janúar kl. 13:00 í stofu 11. Eftir kynningarfundinn verður hægt að mæta til námstjóra og skoða stundatöflur ef enn er eitthvað í ólagi.
Fyrsti kennsludagurinn er þriðjudaginn 6. janúar skv. stundatöflu.