Fréttir

Útskrift / Graduation 25.05.2019

Útskrift stúdenta verður laugardaginn 25. maí. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans og hefst kl. 13:00. Graduation ceremony will be held on Saturday May 25th. The ceremony takes place in Mikligarður the school auditorium starting at 1 pm.
Lesa meira

Staðfestingardagur / Course selection day

Þriðjudaginn 21. maí er staðfestingardagur. Einkunnir hafa verið birtar í Innu. Dagskrá staðfestingardags er eftirfarandi: Viðtalstímar valkennara verða frá 10:00 - 11:00. Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu. Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali þarf að vera lokið kl. 14:00 og P-umsóknir þarf að gera á heimsíðu skólans fyrir kl. 14:00. Áfangar sem vitað er að verða ekki kenndir haust 2019 eru: ÍTAL2DD05, HEIM3BS05, LIST3CF05, ÍSLE3CÖ05, LEIK3CE05.
Lesa meira

MH-ingar í París

Það er gaman að geta útvíkkað námið út fyrir landssteinana og notið vorsins í París. Nemendur í Parísaráfanga eru þar þessa dagana að kynnast menningu og listum og nota til þess tungumálið sem þau hafa verið að læra. Góða skemmtun.
Lesa meira

10 ára útskriftarafmæli

Við fengum skemmilega heimsókn í dag frá útskriftarhópi ársins 2009. Takk fyrir að hugsa til okkar og takk fyrir að kíkja í heimsókn. Mikið var gaman að sjá ykkur og upplifa hvað ykkur þykir vænt um skólann ykkar.
Lesa meira

Ljósmyndasýning

Nemendur í ljósmyndaáfanga í MH verða með ljósmyndasýningu á völdum myndum á Árbæjarsafni í allt sumar. Sýndar eru myndir frá hausti 2018 og vori 2019. Gaman væri að skella sér á Árbæjarsafn í sumar.
Lesa meira

Þýskuþraut

Á dögunum fór fram árleg þýskuþraut og tveir MH-ingar unnu þar til verðlauna, þau Breki Sigurðarson sem náði 4. sætinu og fær að launum tveggja vikna dvöl í Þýskalandi og Sylvía France Skúladóttir sem lenti í 14. sæti og fékk bókaverðlaun. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir stuttmyndasamkeppni og þar varð framlag MH í fyrsta sæti. Verðlaunamyndin heitir "Meine Mutter im Schafstall", en höfundar hennar, Hekla Karen Alexandersdóttir og Snjólaug Vera Jóhannsdóttir hlutu bókaverðlaun. Til hamingju öll.
Lesa meira

Ný stjórn nemendafélags MH

Í lok apríl tók ný nemendastjórn við í NFMH. Þau eru : Sunna Tryggvadóttir , forseti; Tómas van Oosterhout, varaforseti ; Þórhallur Runólfsson , gjaldkeri og Helga Rakel Fjalarsdóttir, markaðsstjóri. Við óskum þeim til hamingju með kosninguna og hlökkum til samstarfs á næsta skólaári.
Lesa meira

Áhugaverðasta nýsköpunin

Nemendur úr frumkvöðlafræði í MH tóku þátt í nýsköpunarkeppni framhalsskólanna. Ein af hugmyndum þeirra hlaut verðlaun fyrir að vera áhugaverðasta nýsköpunin. Til hamingju með það.
Lesa meira

Prófin eru hafin

Í dag er fyrsti prófdagur og Miðgarður er tilbúinn og tekur hlýlega á móti öllum sem koma. Gangi ykkur sem best í prófunum.
Lesa meira

Veikindatilkynningar á prófatíma - Sickness during exams

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna samdægurs, fyrir kl. 14:00, í gegnum Innu. Nauðsynlegt er að tilgreina áfangann í athugasemd. If you are sick on the exam day you have to report it in Inna before 14 pm of the day of the exam.
Lesa meira