Það er ball í kvöld

Nýnemadansleikur verður í kvöld, 14. september á Hvalasafninu á Granda. Húsið opnar kl. 22:00 og lokar 23:00 og ballinu lýkur kl. 01:00. Miðasala stendur yfir og þurfa allir sem kaupa miða að nálgast armbönd hjá nemendastjórninni á Matgarði. Nánar má lesa um ballið í póstum sem sendir hafa verið út frá félags- og forvarnarfulltrúa skólans og frá NFMH.