Fréttir

Græn skref í MH

MH hefur nú lokið fjórum Grænum skrefum af fimm í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi skólans.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 4. október síðastliðinn, í öllum framhaldsskólum samtímis. Þrír MH-ingar urðu í efstu 16 sætunum á neðra stigi og einn á efra stigi. Þessara nemenda bíða mörg óleyst stærðfræðidæmi sem eru ætluð til undirbúnings fyrir aðalkeppnina sem verður í vor. Góða skemmtun og gangi ykkur sem best.

Próftaflan

Próftafla nemenda er tilbúin og geta nemendur skoðað próftöflu sína í Innu. Próftaflan í heild sinni er sýnileg á heimasíðunni.

Bókun viðtalstíma

Nemendur MH geta bókað tíma hjá námsráðgjöfum, sálfræðingi skólans eða hjúkrunarfræðingi í gegnum bókunarkerfi sem er á heimasíðunni undir hnappnum Bóka tíma, vinstra megin á síðunni.

Val fyrir vorönn 2023

Undanfarna daga hafa nemendur MH verið að velja sér áfanga fyrir næstu önn. Þegar nemendur velja þá eru þau um leið að ákveða með okkur hvaða áfanga á að kenna á næstu önn. Mikið er í boði og hvetjum við ykkur öll til að skoða vel hvað boðið er upp á. Áfangaframboðið og kynningar á valáföngum má finna á heimasíðunni undir hnappnum Valvika. Þeir sem eiga eftir að velja og þurfa aðstoð við valið geta leitað til náms- og starfsráðgjafa, námstjóra, áfangastjóra eða konrektors. Mögulegt er að velja út daginn í dag, þriðjudaginn 18. október.

Græn stæði

Einn liður í Grænum skrefum er að skólinn bjóði upp á stæði fyrir umhverfisvænni bíla. Fjögur grænmáluð stæði eru efst á bílastæði vestan megin við skólann, næst Háuhlíð. Þau eru ætluð bílum sem ganga fyrir hreinum innlendum orkugjöfum eins og rafmagni og metani.

Valvika er hafin / course selection

Valvika hófst í dag með valtíma fyrir nýnema haustannar 2021 og vorannar 2022 og alla aðra sem vildu nýta sér þá þjónustu að fá aðstoð við að velja áfanga fyrir næstu önn eða fara yfir skipulag námsins síns í MH. Allar upplýsingar um valið er að finna undir hnappnum Valvika á heimasíðunni. Þar er listi yfir alla áfanga sem eru í boði og annar listi með nánari lýsingu á valáföngum sem boðið verður upp á næstu önn, ef næg þátttaka fæst. Valinu þarf að vera lokið fyrir miðnætti 17. október. Miðannarmat birtist mánudaginn 10. október í Innu hjá nemendum sem eru fæddir 2006 eða seinna. Það verður sýnilegt undir Námið og einkunnir og munu foreldrar/aðstandendur nemenda fá tölvupóst á mánudaginn um matið, með leiðbeiningum um hvernig lesa á úr því. __________ Selection week started today and all information is under the button Valvika on the website. This has to be completed before the end of Monday the 17th of October. The midterm evaluation will be published on the 10th and will be in Inna under Study and Grades. Your parents/ guardians will receive some instructions about it by email.

Opið bréf til nemenda MH frá stjórnendum

Menntaskólinn við Hamrahlíð lítur kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi mjög alvarlegum augum. Stjórnendur, starfsfólk MH og allt skólasamfélagið stendur með þolendum ofbeldis og ef upp koma mál sem tengjast ofbeldi, af hvaða tagi sem er, viljum við taka á þeim. Þessi mál eru viðkvæm, við erum að læra og við viljum gera betur. Þá hörmum við að núverandi og fyrrverandi nemendur hafa upplifað vanlíðan vegna mála er varða kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni sem hafa komið upp og ekki var tekið á með viðunandi hætti. Við biðjumst innilegrar afsökunar á því. Við munum leggjast á eitt við að vinna vel úr þeim málum sem hafa verið tilkynnt til skólans og bregðast við í samræmi við áætlanir. Skólastjórnendur hafa tekið á móti tillögum nemenda um úrbætur og hvernig megi bæta ferlið þegar upp koma mál af ofangreindum toga. Eftir fund í dag með fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, var ákveðið að skólinn yrði einn af samstarfsaðilum þeirra í aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. SÍF er langt komið með áætlunina sem unnin er af þeirra sérfræðingum og við erum tilbúin í samstarf. Kæru nemendur við viljum jafnframt biðjast afsökunar á fyrstu viðbrögðum okkar á klósettunum á Matgarði. Kveðja Steinn, Helga og Pálmi

Geðlestin kom við í MH

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag 16. september er Dagur íslenskrar náttúru. Við í MH byrjuðum daginn á því að hugleiða ýmislegt um náttúruna og umhverfi okkar, skoða myndir af náttúru landsins, flóru og fánu. Á Íslandi var byrjað að halda upp á Dag íslenskrar náttúru 16. sept. 2010 að tillögu Svandísar Svavarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og öllum þeim sem lagt hafa sitt af mörkum til fræðslu og verndar um íslenska náttúru. Síðan þá hefur 16. september verið haldinn hátíðlegur ár hvert og erum við í MH að taka þátt í því í dag. Áherslur okkar eru nærumhverfið okkar í MH og að flokka rusl sem frá okkur fellur á rétta staði. Flokkunartunnur eru á Miðgarði og Matgarði og vonum við að dagurinn í dag verði góður dagur til að flokka rétt.