Valkynning á Miklagarði

Í dag, föstudag, hefst valvikan formlega með áfangakynningum á Miklagarði. Kennarar og aðrir kynna áfanga sem verða í boði á næstu vorönn og er úrvalið ótrúlegt. Áfangahlaðborðið verður til sýnis milli kl. 9:00 og 12:00 í dag en valvikan stendur yfir til og með mánudeginum 9. október. Listi yfir áfanga sem eru í boði má finna hér undir valhnappnum og þar er einnig að finna kynningar á valáföngum næstu annar og ýmsar gagnlegar upplýsingar þegar kemur að því að velja.