Norðurkjallari

Norðurkjallari er félagsaðstaða nemenda í MH og þar er hægt að hafa það notalegt í góðra vina hópi og einnig eru haldnar þar ýmsar uppákomur. Stjórn NFMH hverju sinni, hefur umsjón með Norðurkjallara og sér um að halda utanum alla starfsemi sem þar fer fram. Í dag gafst loksins tími til að skrifa undir samning þess efnis. Jórunn Haraldsdóttir forseti nemendafélagsins og Steinn rektor tókust í hendur af þessu tilefni eftir að hafa farið vel og vandlega yfir innihald samningsins.