Brunaæfing

Viðbragðsflýtir MH-inga var prófaður í gær með því að setja í gang brunaæfingu. Brunaæfing er hluti af því að allt starfsfólk og nemendur kynni sér útgönguleiðir út úr skólanum, ef eitthvað óvænt kemur upp á inni í skólanum. Á skólanum eru margir útgangar og hluti af æfingunni er að vita út um hvaða útgang má fara. Söfnunarsvæði skólans er við vesturenda hans og þar tók rektor á móti öllum og hrósaði fyrir vaska útgöngu.