28.09.2011
Innritun í öldungadeildina/kvöldskólann á seinni lotu haustannar 2011 stendur yfir. Smellið hér til að
innrita ykkur.
Kennsla seinni lotu hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. október.
26.09.2011
Opnunarhátíð verkefnisins MH heilsueflandi framhaldsskóli var í hádegihléi mánudaginn 26. september.
Geir Gunnlaugsson landlæknir (og stúdent frá MH) heimsótti skólann og setti verkefnið formlega af stað.
Nemendur fengu vatnsbrúsa frá Lýðheilsustöð/Landlækni og gulrófur frá Landsambandi gulrófnabænda.
Fáni heilsueflandi framhaldsskóla var dreginn að húni.
Til hamingju með daginn öll sömul!
23.09.2011
Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa
hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Áshildar Arnarsdóttur hjúkrunarfræðings, forvarnarfulltrúa og
verkefnisstjóra MH í heilsueflandi framhaldsskóla fengu gestir að njóta söngs Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið
í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á skoðunum.
Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á var eins og í
almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra
sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.
05.09.2011
Stöðupróf verða haldin kl. 16:00 15. september í eftirfarandi tungumálum:
Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku, finnsku, grísku,
hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, sinhala, taílensku, ungversku
og víetnömsku.
Placement tests will be held on September 15th at 4 pm in the following languages: Albanian, Bosnian,
Chinese, Croatian, Dutch, Estonian, Filipino, Finnish, Greek, Hungarian, Japanese, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Serbian, Sinhala, Thai, and Vietnamese.
Upplýsingar og rafræn skráning - Information and online
registration
01.09.2011
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður skólanum á framhaldsskólatónleika fimmtudaginn 1.
september kl. 11:00 í Eldborg í Hörpu þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika með hljómsveitinni píanókonsert nr. 3 eftir
Rachmaninov undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
11.08.2011
Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sínar í Innu. Nýir
greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni mánudags. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna.
Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar
hér.
Þeir sem telja sig nauðsynlega þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu
upp úr þriðjudeginum 16. ágúst. Athugið að ekki er hægt að breyta töflu til fyrra horfs eftir að breytingabeiðni hefur verið send
á töflusmiði. Hugsið ykkur því vel um! Til þess að hægt sé að gera nauðsynlegar breytingar á töflum
áður en kennsla hefst 22. ágúst verður að sækja um töflubreytingu fyrir kl. 17:00 þann 19. ágúst. If necessary apply for changes to
your timetable as soon as possible and at the latest at 5 pm on the 19th of August.
Smellið hér til að fá eyðublað sendið
það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is
Click on the line above, fill out the document and send it as an attachment to tafla@mh.is
Kennsla hefst kl. 8:45 þann 22. ágúst. Bókalisti er aðgengilegur í Innu. Teaching will start at 8:45 on the 22nd. Your
booklist is in Inna.
27.06.2011
Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 9. ágúst.
Aðgangi allra nemenda að Innu hefur nú verið lokað en hann opnast aftur þegar skólagjöld hafa verið greidd.
Stundatöflur þeirra nemenda sem greitt hafa skólagjöldin verða aðgengilegar í kringum 17. ágúst. Nánari upplýsingar verða
hér á heimasíðunni þegar nær dregur.
Stöðupróf verða haldin 15. til 17. ágúst og er skráning hafin (sjá tengil hér í lista til vinstri).
Nýnemar eiga að mæta á fund rektors á MIklagarði, hátíðarsal skólans, föstudaginn 19. ágúst kl. 13:00
stundvíslega .
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst.
Hafið það gott í sumar og sjáumst hress í haust!
25.06.2011
Umsækjendur geta opnað umsókn sína og séð í
hvaða skóla þeir hafa fengið skólavist í föstudaginn 24. júní kl. 11:00. Hægt er að fá sendan týndan veflykil í netpósti. Bréf frá skólanum kemur til
umsækjenda eftir 27. júní. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum mun birtast í heimabanka forráðamanns föstudaginn 24. júní og
gildir greiðsla hans sem staðfesting á skólavist. Verði greiðsluseðill ekki greiddur er litið svo á að umsækjandi þiggi ekki
plássið og afsali sér rétti sínum til
skólavistar.
01.06.2011
Laugardaginn 28. maí voru
brautskráðir 194 stúdentar frá MH. Hæstu meðaleinkunn hlaut Sigtryggur Hauksson stúdent af náttúrufræðibraut með 9,91 og á
hæla honum var Helga Margrét Þorsteinsdóttir einnig á náttúrufræðibraut með 9,83. Árangur beggja er með því
albesta í sögu skólans. Þá setti Eva Hrund Hlynsdóttir nýtt einingamet er hún brautskráðist af samtímis af
félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut með alls 270 námseiningar.