14.03.2011
Próftafla nemenda fyrir vorönn 2011 er nú aðgengileg í Innu. Hægt er að sjá próftöfluna með því að fara í Innu og smella á
Próftafla á lista vinstra megin. Athugið að próftaflan er einungis aðgengileg í
Innu.
Umsókn um tilhliðrun ásamt
útskýringu þarf að berast í tölvupósti til prófstjóra (gud@mh.is) í
síðasta lagi föstudaginn 8. apríl. Guðmundur Arnlaugsson prófstjóri, gud@mh.is
Dagskólanemar mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:
13.03.2011
Úrslitakeppni framhaldsskólanema í stærðfræði fór fram
laugardaginn 5. mars. Góður árangur í úrslitakeppninni veitir rétt til þátttöku í Norrænu
stærðfræðikeppninni sem verður haldin 4. apríl.
Í þetta sinn munu 15 keppendur frá Íslandi taka þátt í
Norrænu stærðfræðikeppninni og þeirra á meðal eru 4 nemendur MH. Þeir eru Ásgeir Valfells, Haukur Óskar
Þorgeirsson, Ragnheiður Guðbrandsdóttir og Sigtryggur Hauksson.
Við óskum þessum nemendum til hamingju með árangurinn.
Sérstök ástæða er til að óska Ásgeiri til hamingju, en hann lenti í öðru sæti í
úrslitakeppninni.
12.03.2011
Nemandi góður, ef þú hefur gleymt að velja eða ef einhver vandræði eru með val, hafðu samband við valkennarann þinn strax. Nafn
valkennarans þíns birtist eins og þegar P-áfangar eða U-áfangar birtast í línu fyrir ofan töfluna ykkar í Innu.
08.03.2011
Svandís Einarsdóttir sigraði í þýskuþraut framhaldsskólanna sem fram fór 23. febrúar síðastliðinn. Hún fær
að verðlaunum fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi í sumar. Þátttakendur voru 75 úr 10 framhaldsskólum. Þetta er annað
árið í röð sem sigurvegari kemur úr MH. Vel gert Svandís!
02.03.2011
Samkvæmt könnun hér á heimasíðunni taka 66% aðspurðra lýsi annað hvort á hverjum degi eða óreglulega. Þriðjungur
setur það hins vegar ekki inn fyrir sínar varir.
Um hollustu fisks og fiskifitu þ.e. lýsis má lesa í grein á vef
Lýðheilsustöðvar.
01.03.2011
Búið er að opna fyrir val fyrir haustönn 2011. Vali á að vera lokið þann 14. mars. Áfangar
með lýsingu á framgangi valsins og áfangaframboð hefur nú þegar verið sett
á heimasíðu MH.
It is high time to select courses for the autum term 2011.
Now you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Monday March 14th. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.
21.02.2011
Laugardaginn 19. febrúar fór fram á ensku ræðukeppni ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Að keppninni stóðu ESU, The English-Speaking Union
of Iceland, í samvinnu við sendiráð enskumælandi landa á Íslandi og FEKÍ, félag enskukennara á Íslandi.
Keppnin var mjög jöfn en að endingu urðu dómarar sammála um að veita sameiginleg fyrstu og önnur verðlaun sem féllu í skaut Hildar
Hjörvar MH og Sigríðar Maríu Egilsdóttur VÍ. Hildur og Sigríður fara til Lundúna í maí og keppa þar við jafnaldra
sína víðsvegar að úr heiminum að lokinni nokkurra daga þjálfunar og menningardvöl.
21.02.2011
Nemendur frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík báru sigur úr býtum í HR
áskoruninni sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Háskóladaginn.
Á heimasíðu HR segir m.a. um keppnina „Áskorunin í ár fólst í því að hanna og smíða gosþjón sem
notar a.m.k. 20 aðgerðir (með svokölluðum dómínóáhrifum) til þess að hella gosi úr flösku á tilsettum tíma.
Keppnin reynir verulega á tæknilegt innsæi, hugmyndaflug og úrræðasemi“
24.01.2011
Opið hús fyrir 10-bekkinga og
aðstandendur þeirra verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð fimmtudaginn 24. mars frá kl. 17-19. Nánari upplýsinga að vænta
þegar nær dregur.
05.01.2011
Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um fyrir kl. 15:00. Breyttar töflur birtast í Innu. If necessary apply
for changes to your timetable before 3 o´clock today.