Fréttir

Páskaleyfi

Föstudagurinn 15. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Í dymbilviku verður skrifstofa skólans opin milli 10:00 og 14:00 á mánudegi og þriðjudegi. Eftir páska verður skrifstofan opnuð kl. 8:30 þriðjudaginn 26. apríl. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 27. apríl kl. 8:10.

IB nemendur sýna Japan samstöðu

IB nemendur stóðu fyrir styrktartónleikum og basar í Smáralind þann 9. apríl. Tónleikarnir voru skipulagðir í samstarfi við Rauða kross Íslands og báru yfirskriftina “Sýnum Japan samstöðu”.  Alls söfnuðust 150.000 krónur sem renna til fórnarlamba hamfaranna í Japan.

Fjórða japanska ræðukeppnin fyrir framhaldsskólastig

Sendiráð Japans, í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann við Ármúla, mun standa fyrir japanskri ræðukeppni fyrir framhaldsskólanema.  Keppnin verður haldin þann 28. apríl, 2011, milli kl.08:10-09:45 og fer fram í Miklagarði, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Upplýsingar um keppnisform og skráningu...

Góður árangur MH og FSu í forritunarkeppni

Árangurinn í forritunarkeppninni hefði varla getað orðið betri fyrir okkar skóla miðað við það sem var lagt af stað með. Liðið /* Forritun */ sem var skipað þeim Ragnheiði Guðbrandsdóttur og Sigtryggi Haukssyni úr MH og Garðari Smára Vilhjálmssyni úr FSu varð í 1. sæti Delta keppninnar. Liðið "The # ones" skipað Bjarti Thorlacius, Arnari Vilhjálmi Arnarssyni úr MH og Sölva Má Benediktssyni úr FSu varð í 2. sæti Delta keppninnar.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð um Vesturland og Strandir

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi um Vesturland og Strandir dagana 26. - 28. mars. Kórinn heldur tónleika í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal laugardaginn 26. mars kl. 17. Sunnudaginn 27. mars syngur kórinn við messu kl. 14 í Reykhólakirkju  og um kvöldið kl. 20 verða almennir tónleikar í Hólmavíkurkirkju. Mánudaginn 28. mars heldur kórinn tvenna skólatónleika, fyrir Grunnskólann á Hólmavík. og í Auðarskóla. Um kvöldið verða almennir tónleikar kórsins í Stykkishólmskirkju kl. 20. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins...

Takk fyrir komuna!

Hér var líf og fjör á opnu húsi fimmtudaginn 24. mars þegar skólinn fylltist af grunnskólanemendum og forráðamönnum þeirra. Við þeim tók vaskur hópur kennara, náms- og starfsráðgjafa, nemenda, sérkennara, túlks, hjúkrunarfræðings og stjórnenda.  Kórinn sá um bragðgóðar veitingar og fallegan söng og kokkurinn um kaffið. Úr varð hin skemmtilegasta blanda góðra gesta og heimafólks. Kærar þakkir fyrir komuna!

Opið hús fyrir grunnskólanema 24. mars kl. 17:00-19:00

Fimmtudaginn 24. mars verður opið hús í MH  frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn þeirra. Upplýsingar um umnsókn um skólavist, inntökuskilyrði námsbrauta og viðmiðunarreglur MH við inntöku nýnema má finna í valstikunni hér efst til vinstri. Meira um opna húsið...

Til hamingju Sigtryggur Hauksson og 5 aðrir nemendur MH

Þá liggja úrslit hinnar árlegu landskeppni í efnafræði fyrir. Í ár voru 115 þátttakendur í undankeppni sem fram fór í skólunum, þar af 19 úr MH. Af þeim sem stóðu sig best tóku 12 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór við Háskóla Íslands. Af þeim var helmingurinn eða 6 úr okkar skóla. Þau röðuðu sér síðan í eftirfarandi sæti:  1. Sigtryggur Hauksson,  4. Magnús Pálsson, 5. Ragnheiður Guðbrandsdóttir, 7. Anna Bergljót Gunnarsdóttir, 11. Stefán Carl Gunnarsson og 12. Signý Lea Gunnlaugsdóttir.

Til hamingju Sigtryggur Hauksson

Sigtryggur Hauksson, MH nemandi, sigraði í 16 nemenda úrslitum landskeppninnar í eðlisfræði. Lokakeppnin var haldin laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. mars. Keppendur voru um 150 úr framhaldsskólum landsins. Minni frétt er að við verðlaunaafhendinguna á Háskólatorgi voru tveir kennarar, Davíð Þorsteinsson MR og Vésteinn Rúni Eiríksson MH, heiðraðir fyrir hve marga nemendur þeir höfðu lagt keppninni til.

Til hamingju Ingibjörg Iris Dager

Laugardaginn 19. mars fór fram keppnin Allons en France en í henni semja nemendur ljóð  á frönsku og flytja. Sigurvegari keppninnar var Ingibjörg Iris Dager úr MH. Hún hlaut í verðlaun 10 daga dvöl í Frakklandi í sumar með vinningshöfum frá öðrum löndum. Vel gert Ingibjörg Iris!