Fréttir

Skólaþing 2018

Skólaþing nemenda og starfsmanna fór fram miðvikudaginn 14. febrúar. Til umræðu voru þrjú efni, þ.e. námsmat, umhverfi og umgengni í MH og félagslíf/félagsstörf nemenda. Aðsókn nemenda var töluvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir og spunnust fjörugar umræður á flestum borðum. Myndir frá Skólaþinginu eru aðgengilegar inn á facebook-síðu skólans og niðurstöður hópa er hægt að skoða inn á https://padlet.com/helgaj/skolathing

Lagningardagar MH 14.-16. febrúar

Lagningardagar verða haldnir hátíðlega í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 14. - 16. febrúar. Á Lagningardögum fellur niður almenn kennsla og ýmsir atburðir verða í boði í húsnæði skólans. Til þess að fá mætingu fyrir þessa þrjá daga þarf hver og einn nemandi að safna stimplum með því að sækja atburði. Dagskrá Lagningardaga er aðgengileg inn á www.lagno.org en þar má einnig finna almennar upplýsingar / spurt og svarað. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að kynna sér vel dagskránna þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

Söngkeppni Óðríks Algaula

Í kvöld fer fram söngkeppni Óðríks Algaula. Keppnin felst í því að finna fulltrúa MH sem mun taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Að þessu sinni keppa 15 flytjendur sín á milli og mun keppnin fara fram í Gamla bíó og hefst stundvíslega kl. 20:00. Eru nemendur hvattir til að mæta og kynnast fjölbreyttri tónlistarmenningu NFMH.

Veikindatilkynningar nemenda undir 18 ára aldri

Á vorönn 2018 hefur skrifstofa MH tekið í notkun veikindaskráningar í gegnum Innu fyrir aðstandendur nemenda sem eru yngri en 18 ára.

MH á Facebook

Fyrir rúmu ári síðan opnaði MH síðu á Facebook. Viðtökurnar hafa verið frábærar og eru fylgjendur síðunnar um 1500 sem verður að teljast frábær árangur á þessum stutta tíma. Nemendur og væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að fylgjast með skólanum á Facebook. Á síðunni er hægt að fylgjast með því sem ber hæst í skólastarfinu hverju sinni. Ritstjóri síðunnar er Halldóra Björt Ewen.

Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sæmdi Þor­gerði Ing­ólfs­dótt­ur, tón­list­ar­kenn­ara og kór­stjóra, heiðurs­borg­ar­a­nafn­bót Reykja­vík­ur­borg­ar við hátíðlega at­höfn í Höfða miðvikudaginn 31. janúar. Þor­gerður er sjö­undi Reyk­vík­ing­ur­inn sem er gerð að heiðurs­borg­ara. Séra Bjarni Jóns­son hlaut nafn­bót­ina árið 1961, Kristján Sveins­son árið 1975, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir árið 2010, Erró (Guðmund­ur Guðmunds­son) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafs­son árið 2015. Starfsfólk skólans og nemendur óska Þorgerði innilega til hamingju með nafnbótina.

Lífshlaupið 2018

Menntaskólinn við Hamrahlíð tekur þátt í Lífshlaupinu 2018, heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 31.janúar og stendur til 20. febrúar. Megin markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.lifshlaupid.is Nemendur og starfsfólk skólans er hvatt til þátttöku og stuðla þannig að heilbrigðari lífsháttum.

MH á BETT 2018

Sjö starfsmenn MH eru á BETT-ráðstefnunni í Englandi dagana 24.-27. janúar. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum sem fjallar um tækninýjungar í kennslu og hvernig skólar hafa lagað sig að breyttu umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk á tímum svokallaðrar fjórðu iðnbyltingar. Á ráðstefnunni hefur m.a. komið fram áhersla á að skólar dragist ekki aftur úr í tæknibyltingunni heldur séu virkir þátttakendur eins og unga fólkið.

Fræðsluerindi um einmannaleika

Föstudaginn 19. janúar heldur Óttar Birgisson sálfræðingur fræðsluerindi um einmanaleika og leiðir til að draga úr vanlíðan. Erindið hefst kl. 14:10 í stofu 11. Eru nemendur jafnt sem starfsfólk hvatt til að mæta.

Lið MH áfram í 8 liða úrslit Gettu betur

Lið MH keppti í 16 liða úrslitum Gettu betur 16. febrúar og var andstæðingurinn Framhaldsskólinn á Laugum. Leikar fóru þannig að MH sigraði með 39 stigum gegn 15 stigum Norðanmanna. Lið MH skipa Guðmundur Ingi Bjarnason, Gunnar Ólafsson og Sædís Ósk Arnbjargardóttir. MH er því komið í 8 liða úrslit sem hefjast á RÚV þann 16. febrúar. Dregið verður í viðureignir í Kastljósinu næstkomandi fimmtudag og þá mun liggja fyrir hver verður andstæðingur MH í næstu umferð.