MH-ingar í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna.

Tómas Ingi sem varð í 1.-3. sæti, er þriðji frá vinstri.  Hann er hér í hópi nemenda úr öðrum skólum…
Tómas Ingi sem varð í 1.-3. sæti, er þriðji frá vinstri. Hann er hér í hópi nemenda úr öðrum skólum, sem voru í 10 efstu sætunum.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 10 október síðastliðinn.  Okkar nemendur stóðu sig með ágætum og eigum við alls 5 fulltrúa af þeim 46 sem boðið er til þátttöku í lokakeppninni sem fram fer í mars á næsta ári; 2 á neðra stigi og 3 á efra stigi.   Það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að  Tómas Ingi Hrólfsson og Emil Fjóluson Thoroddsen urðu í 1.-3. og 7. sæti  á efra stigi. Einnig hlutu Bragi Þorvaldsson, Flosi Tómas Lyons og Heimir Páll Ragnarsson viðurkenningar fyrir góðan árangur.  Við óskum þeim öllum til hamingju og góðs gengis í mars.