Dagur íslenskrar tungu

Í dag er dagur íslenskrar tungu.  Við í MH munum halda hann hátíðlegan með uppákomu á sal. Hringt verður á sal klukkan 8:45 þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og íslenskufræðingur, mun heiðra okkur með nærveru sinni. Þar verður dagskrá undir stjórn íslenskudeildar MH.  
Hafragrauturinn verður aðeins seinna á ferðinni en vanalega eða kl. 10:10.