15.08.2018
Í Töflubreytingunum kemur upp hópur sem heitir P í sumum áföngum. Það er ekki hægt að sækja um hann. P umsóknir voru afgreiddar í vor á staðfestingardegi. Ef þið þurfið að láta skoða það eitthvað nánar þá verðið þið að koma á skrifstofuna. Gangi ykkur vel.
14.08.2018
Töflubreytingar fara núna í fyrsta skipti fram í INNU. Ef nemendur fá höfnun þá er OFTAST ástæðan sú að hópurinn sem valinn var, var fullur. Verið er að uppfæra forritið í þessari viku með einhverjum viðbótum sem gera ferlið þægilegra. Vonum það besta og vonandi gengur þetta allt vel.
13.08.2018
Stöðumat fyrir nemendur MH í frönsku, spænsku og þýsku verða haldin mánudaginn 20. ágúst kl. 16.30.
Nemendur vinsamlegast skrái sig með því að senda tölvupóst á viðkomandi fagstjóra.
Prófin eru bæði munnleg og skrifleg.
Franska Sigríður Anna Guðbrandsdóttir, san@mh.is. Mæting í stofu 33.
Spænska Anna Pála Stefánsdóttir, aps@mh.is. Mæting í stofu 36.
Þýska Katharina Helene Gross, kat@mh.is. Mæting í stofu 27.
10.08.2018
Nemendur og starfsfólk er boðið velkomið á haustönn 2018.
Nýnemar mæta á kynningafund á sal (Mikligarður) föstudaginn 17. ágúst kl. 13:00
Skólasetning er kl. 9:10 mánudaginn 20. ágúst og hefst kennsla í kjölfarið samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur nemenda opnast eftir 13:00, 14. ágúst.
Lokadagur til að segja sig úr áfanga án falls er 27. ágúst og frestur til að staðfesta P-áfanga hjá kennara er 3. september.
Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel almanak haustannar sem er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
07.08.2018
Steinn Jóhannsson hefur verið skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans við Hamrahlíð ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að skipa Stein í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018. Þrjár umsóknir bárust um embætti rektors skólans. Steinn hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu á framhalds- og háskólastigi og síðan 2017 hefur hann starfað sem konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð og sem settur rektor skólans frá febrúar til apríl 2018. Steinn hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem formennsku í Skólameistarafélagi Íslands og siðanefnd Háskólans í Reykjavík.
Helga Jóhannsdóttir mun gegna stöðu konrektors á haustönn 2018 en Helga gegndi m.a. stöðu áfangastjóra sl. skólaár og hefur kennt stærðfræði við skólann síðustu ár.
22.06.2018
Skrifstofan verður opnuð miðvikudaginn 8. ágúst kl. 10:00.
14.06.2018
Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur lokið úrvinnslu umsókna 10. bekkinga. Um leið og miðlægri úrvinnslu umsókna lýkur hjá Menntamálastofnun og öllum umsækjendum hefur verið tryggð skólavist munu umsækjendur sjá stöðu umsókna inn á menntagatt.is
Þegar Menntamálastofnun gefur skólanum leyfi til að senda út svör (væntanlega eftir 18. júní) þá munu samþykktir umsækjendur fá tölvupóst og forráðamenn fá greiðsluseðil innritunargjalda í heimabanka. Greiðsla innritunargjalda er staðfesting á skólavist.
Að svo stöddu mun skólinn því ekki veita nein svör um stöðu einstakra umsókna.
13.06.2018
Mánudaginn 11. júní bauð franski sendiherrann til móttöku í sendiherrabústaðnum við Skálholtsstíg. Tilefni boðsins var að verðlauna þá nemendur í framhaldsskólum sem stóðu sig afburða vel í frönsku á stúdentsprófi. Tveir nemendur úr MH voru boðnir í móttökuna, þær Diljá Þorbjargardóttir og Ásdís Sól Ágústsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin!
27.05.2018
Brautskráðir voru 166 nemendur frá skólanum af átta námsbrautum. Fjórir nemendur luku námi af tveimur brautum og flestir brautskráðust af opinni braut, 61 stúdent. Af öðrum brautum voru brautskráðir 21 af félagsfræðabraut, 11 af listdansbraut, 41 af náttúrufræðibraut, 10 af málabraut, 18 á námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs (IB braut), 3 af sérnámsbraut og 5 af tónlistarbraut. Kynjaskipting var þannig að konur voru 101 og karlar 65.
Sextán nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn, þ.e.a.s. fengu yfir 9 í vegna meðaleinkunn sem er metfjöldi stúdenta með ágætiseinkunn við einu og sömu útskriftina. Hæstu einkunnirnar, þ.e. dúx, hlaut Enar Kornelius Leferink sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og tónlistarbraut með 9,88 í meðaleinkunn. Semiduxarskólans voru þeir Davíð Sindri Pétursson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og Gunnar Sigurðsson sem brautskráðist af opinni braut með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði. Flestum námseiningum í heildina lauk Katrín Guðnadóttir, samtals 304 einingum en hún brautskráðist bæði af náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut.
Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Enar Kornelius Leferink og Snædís Björnsdóttir og við athöfnina frumflutti Kór Menntaskólans við Hamrahlíð tónverkið „Stökk“ eftir Þórð Hallgrímsson nýstúdent.
22.05.2018
Brautskráning verður laugardaginn 26. maí. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans og hefst kl. 14:00 með áætluðum lokum um kl. 16:00. Útskriftaræfing verður föstudaginn 25. maí kl. 18. Áríðandi er að öll útskriftarefni mæti stundvíslega.
Graduation ceremony will be held on Saturday May 26th. The ceremony takes place in Mikligarður the school auditorium starting at 2 pm and expected to end around 4 pm. Graduation rehersal is at 6 pm on Friday the 25th. It is important that all students attend on time.