Nemendur sem hafa lært norsku eða sænsku í grunnskóla geta tekið framhaldsskólaáfanga í þessum tungumálum í MH. Nánari upplýsingar og skráning í áfangana er að finna hér á heimasíðunni.
Hægt er að velja norsku eða sænsku í stað dönsku sem Norðurlandamál í framhaldsskóla ef nemandi kann norsku eða sænsku, þ.e. ef nemandi hefur lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli á Íslandi eða lokið grunnskóla annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er boðið upp á norsku- eða sænskukennslu fyrir byrjendur.
Nemendur sem mega læra norsku eða sænsku í stað skyldubundna dönskuáfanga, geta skráð sig sjálf hér á síðunni um leið og þau eru komin inn í framhaldsskóla. Nemendur skrá sig með því að fylla út eyðublaðið sem hér er.