Stundatöflur nemenda verða vonandi tilbúnar á þriðjudaginn og birtast í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Við erum að glíma við tæknilega örðuleika en vonandi tefst töflugerðin ekki mikið. Um og töflur eru tilbúnar fá nemendur póst og um leið verður opnað fyrir töflubreytingar nemenda í gegnum Innu. Nýnemar haustannar munu ekki geta breytt stundatöflum í Innu en geta mætt til námstjóra á miðvikudag milli 10 og 14 og eftir nýnemakynninguna á fimmtudaginn, ef það er eitthvað sem þarf að laga.
Vakin er athygli á að uppröðun stokka á föstudögum hefur breyst frá síðustu önn þar sem stokkar A og B færast á eftir G og C.