Fréttir

Veikindatilkynningar í Innu

Árstíðabundin flensa er að ganga og kvefpestar, auk COVID19 veirunnar. Við viljum hvetja nemendur til að vera heima ef þeir eru veikir og hafa samband við heilsugæsluna sína ef þeir finna flensueinkennin sem lýst er á vef Landlæknis. Veikindatilkynningar fara fram í gegnum Innu bæði fyrir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára og fyrir nemendur sem eru orðnir 18 ára. Við hvetjum ykkur til að hugsa fyrst og fremst um heilsuna og ekki koma veik í skólann, hver svo sem veikindin eru. Við munum færa inn veikindi smá saman eftir því sem okkur tekst að komast í verkefnið og enginn þarf að hafa áhyggjur af því að veikindi þessa daga verði ekki skrá, ef þið hafið skráð þau í INNU.

Upplýsingar til aðstandenda nemenda 18 ára og eldri

Þegar nemendur verða 18 ára þá lokast á aðgang aðstandenda í Innu. Þessa dagana, þegar mikið er um upplýsingar bæði í Innu og í gegnum tölvupóst, þá getur verið hjálplegt að veita foreldrum aðgang. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu og þar er valið Aðstandendur og smellt á blýantinn. Myndir af þessu eru sýndar í Innu nemenda undir aðstoð/Nemendur. Þar með komast aðstandendur með sínum rafrænu skilríkjum inn í Innu og eru einnig komnir á póstlista.

Áhrif óvissu á andlega líðan og hjálpleg viðbrögð

Það er mikilvægt að hugsa aðeins um hvernig óvissan þessa dagana í kringum COVID-19 hefur á okkar andlegu líðan og hvernig við getum brugðist við með uppbyggilegum hætti.

Skólastarf í MH

Það var öðruvísi dagur hjá okkur í MH í dag og viljum við þakka öllum fyrir skilninginn og þolinmæðina. Við vorum í stöðugu sambandi við sóttvarnarteymi Landlæknis og erum að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum sem við fáum frá því góða fólki sem stendur vaktina yfir veirunni. Við munum gera okkar besta til að upplýsa og koma skilaboðum til allra. Staðan er núna þannig að skólahald heldur áfram á morgun hjá okkur öllum, þó að sumir þurfi að sinna náminu frá heimilum sínum. Nánari upplýsingar munu berast í tölvupósti til allra um leið og við höfum þær og ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið. Við munum ekki bjóða upp á hafragraut á morgun og eru nemendur hvattir til að borða morgunmat heima. Við hvetjum líka alla til að fara eftir tilmælum Landlæknis og þvo hendur og fara sparlega með faðmlögin.

Upplýsingar vegna Covid-19

Leikfélag MH setur upp leiksýninguna Nashyrningarnir

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setur upp leiksýninguna Nashyrningarnir sem byggt er á verkinu Rhinocéros eftir Eugène Ionesco. Þetta verk var einnig sett upp af leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1989. Leikhópurinn ásamt leikstjóra unnu mikið í verkinu og aðlöguðu það að sínum samtíma en það var skrifað árið 1959 og var mikið ádeiluverk. Verkið fjallar um Birgittu, sem er fremur venjuleg manneskja sem vinnur á skrifstofu. Lífið hennar Birgittu umturnast þegar nashyrningar koma á kreik og valda usla. Leikstjóri verksins er Júlíana Kristín Liborius og aðstoðarleikstjóri er Anna Kristín og verkið er sýnt í Undirheimum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Miðasala fer fram inn á www.tix.is

Munið að velja

Titillinn "MUNIÐ AÐ VELJA" á bæði við nemendur í MH sem þurfa að velja sér áfanga fyrir næsta haust og grunnskólanemendur sem komu í heimsókn 4. mars. Nemendur sem eru í MH þurfa að klára valið sitt sem fyrst en við lokum fyrir það 9.mars. Grunnskólanemendur sem stefna á að velja MH geta sótt um á Menntagátt frá og með 9. mars. Munið öll að velja og velja rétt.

Opið hús í dag miðvikudaginn 4.mars, kl. 17:30 - 19:00

Á opnu húsi í MH gefst 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð í MH, félagslíf nemenda og aðstöðu í skólanum. Boðið verður upp á leiðsögn um skólann þar sem gestir fá að sjá brot af því besta sem skólinn býður upp á. Kennarar og annað starfsfólk kynnir námsframboðið á Miðgarði og Miklagarði og kórinn mun taka lagið. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Drögum úr sýkingarhættu / Basic protective measures against the coronavirus

Á heimasíðu Landspítalans má lesa um hvernig á að draga úr sýkingarhættu vegna kórónuveirunnar. Þar stendur ýmislegt og snýst það aðallega um það að gæta hreinlætis með því að þvo sér vel um hendurnar og nota spritt. Handspritt7gel er aðgengilegt í kennslustofum, á salernum, bókasafni, matsölu og á skrifstofu. Einnig má lesa sér til á vef landlæknis og þar eru líka sérstakar leiðbeingar til barna og ugmenna. Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert. Information from the Directorate of Health can be found at https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/

MH-ingar í 19. almennu landskeppninni í efnafræði

Þann 19. febrúar fór fram 19. almenna landskeppnin í efnafræði. Alls tóku þátt 97 nemendur úr 9 framhaldsskólum. Heimir Páll Ragnarsson nemandi á IB-braut náði 8.-10. sæti og tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í Háskóla Íslands 14.15. mars. Við óskum Heimi Páli innilega til hamingju með árangurinn.