Fréttir

Lokapróf verða heimapróf

Það hefur verið ákveðið að öll lokapróf í MH verða ekki í húsi að þessu sinni. Lokaprófin verða því rafræn og fara fram í INNU. Kennarar einstakra áfanga munu tilkynna um fyrirkomulag lokaprófa og endanleg próftafla ætti að vera birt um næstu helgi. Nánar má lesa um þetta í bréfi sem rektor sendi út í dag.

Þjónusta skrifstofu MH á tímum samkomubanns / Office Information

Skrifstofa skólans er lokuð á meðan samkomubann er í gildi. Hægt er að senda póst á mh@mh.is en tölvupósturinn er vaktaður alla virka daga milli 8:30-15:30. The school office will be closed while the gathering ban is in place. For assistance, you can send an email to mh@mh.is this account will be monitored from 8:30 to 15:30 weekdays.

Páskafrí

Nú hefur samkomubann verið framlengt til 4. maí. Það þýðir að nemendur mæta ekki aftur í skólann í hefðbundna kennslu heldur verður áfram kennt með sama sniði og síðustu þrjár vikur. Síðasti kennsludagur vorannar er 30. apríl og lokapróf eru áætluð 4.-18. maí. Kennarar munu ákveða hvernig námsmati verður háttað og kynna það innan hvers áfanga á næstu dögum. Nemendur þurfa að vera viðbúnir því að námsmat áfanga verði endurskoðað í ljósi aðstæðna, þ.e. vægi námsþátta og fyrirkomulag námsmats. Prófstjóri mun uppfæra próftöflu í samræmi við breytingar. IB-stallari mun senda IB-nemendum nánari upplýsingar. Við vonum að nemendur getið nýtt páskana til uppbyggilegra verka bæði á sál og líkama. Gleðilega páska.

Japanska í MH

Þessa dagana mæta nemendur í MH í kennslustundir á netinu en ekki í skólann. Nemendur í japönsku fóru á netfund í gær með nemendum frá Japan. Í pósti frá Yayoi Mizaguchi japönskukennara í MH kemur eftirfarandi fram. "Some students from Japanska BB & DD joined online conference to discuss Sustainable Development Goals today. The presenters of this conference were from Kanazawa University Senior High School, http://partner.ed.kanazawa-u.ac.jp/kfshs/. The students enjoyed it a lot and joined the discussion about Drama Education and Fair Trade." Já það eru engin landamæri þegar netfundir eru annars vegar.

Dótakassinn - Hlaðvarp í umsjón Bóasar Valdórssonar

Dótakassinn er hlaðvarpsþáttur sem Bóas Valdórsson sálfræðingur MH heldur úti. Í Dótakassanum er að finna efni sem tengist andlegri líðan en einnig heilræði sem nýtast í daglegu lífi fólks. Við viljum vekja sérstaka athygli á heilræðum á tímum kórónuveirunnar.

Inna og fjarkennsla

MH hefur fengið aðgang að fjarkennslu í Innu og eru kennarar að prófa sig áfram í að skoða það. Leiðbeiningar fyrir nemendur eru komnar inn á Innu undir aðstoð sem kannski hjálpa til við að finna fundina og taka fyrstu skrefin. Athugið að fundir sjást ekki fyrr en kennari hefur opnað fyrir það að fundur birtist, alveg sambærilegt við verkefni. Spennandi nýjung sem við munum nýta okkur. Góða skemmtun. Athugið að leiðbeiningarnar birtast einnig hér ef þið opnið fréttina.

Þýskuþraut

Hin árlega þýskuþraut framhaldsskólanna var haldin rétt fyrir samkomubann. Við í MH áttum að þessu sinni 4 verðlaunahafa en veitt eru verðlaun fyrir 15 efstu sætin. 63 nemendur úr mörgum framhaldsskólum víðsvegar um landið tóku þátt, þar af 8 nemendur í MH og hreppti MH-ingurinn Ragnhildur Björt Björnsdóttir önnur verðlaun, sem er frábær árangur. Hún fékk að launum 4 vikna dvöl sumarið 2020 í Þýskalandi á vegum þýska ríkisins með öðrum ungmennum frá öllum heimshornum. Því miður þurfti að blása ferðina af þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins sem öllum þykir að sjálfsögðu mjög leitt. Aðrir MH-ingar í verðlaunasætum voru Páll Ísak Ægisson sem lenti í 6. sæti, Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann sem lenti í 9. sæti og Vala Ástrós Bjarnadóttir sem lenti í 10. sæti. Guðlaugu Fríðu var svo í framhaldinu boðið að taka þátt í Eurocamp en það er tveggja vikna dvöl í sumar í Þýskalandi með ungmennum 18 ára og eldri og þar kemur einnig saman fólk frá mörgum löndum í boði þýskra stjórnvalda. Við vonum svo sannarlega að sú ferð verði ekki blásin af líka. Virkilega vel gert hjá okkar fólki og átti MH flesta verðlaunahafa þetta árið og hljóta þau öll bókaverðlaun. Við erum öll, sérstaklega þýskukennarar MH, Valgerður, Guðrún og Katharina, ákaflega stolt og ánægð með árangur okkar nemenda.

Þjónusta skrifstofu MH á tímum samkomubanns / Office Information

Skrifstofa skólans verður lokuð meðan samkomubann er í gildi. Hægt er að senda póst á mh@mh.is en tölvupósturinn er vaktaður alla virka daga milli 8:30-15:30. The school office will be closed while the gathering ban is in place. For assistance, you can send an email to mh@mh.is this account will be monitored from 8:30 to 15:30 weekdays.

IB og fyrirhugaðar breytingar í vor

MH býður upp á IB braut, alþjóðlega námsbraut sem rekin er af IBO (IB organization). Brautin er tvö ár og lýkur með samræmdum prófum í maí ár hvert. IB samtökin hafa aflýst IB DP lokaprófum sem voru fyrirhuguð í maí 2020 vegna COVID-19. Sjá nánar á heimasíðu IB samtakanna (slóðin er: https://www.ibo.org/news/news-about-the-ib/may-2020-examinations-will-no-longer-be-held/) og hér: https://www.mh.is/is/ib-studies/for-students/covid19. _________ The IBO has published that the May 2020 examinations will no longer be held. See further information here: https://www.mh.is/is/ib-studies/for-students/covid19 and on ibo.org.

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna var haldin um daginn. Á síðu keppninnar stendur að í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppi þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar. Blandað lið MH, MR og MS varð í fyrsta sæti og óskum við þeim til hamingju með það.