Leikfélag MH setur upp leiksýninguna Nashyrningarnir

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setur upp leiksýninguna Nashyrningarnir sem byggt er á verkinu Rhinocéros eftir Eugène Ionesco. Þetta verk var einnig sett upp af leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1989. Leikhópurinn ásamt leikstjóra unnu mikið í verkinu og aðlöguðu það að sínum samtíma en það var skrifað árið 1959 og var mikið ádeiluverk. Verkið fjallar um Birgittu, sem er fremur venjuleg manneskja sem vinnur á skrifstofu. Lífið hennar Birgittu umturnast þegar nashyrningar koma á kreik og valda usla.
Leikstjóri verksins er Júlíana Kristín Liborius og aðstoðarleikstjóri er Anna Kristín og verkið er sýnt í Undirheimum í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Miðasala fer fram inn á www.tix.is