MH-ingar í 19. almennu landskeppninni í efnafræði

Þann 19. febrúar fór fram 19. almenna landskeppnin í efnafræði. Alls tóku þátt 97 nemendur úr 9 framhaldsskólum. Heimir Páll Ragnarsson nemandi á IB-braut náði 8.-10. sæti og tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í Háskóla Íslands 14.15. mars. Við óskum Heimi Páli innilega til hamingju með árangurinn.