Upplýsingar vegna Covid-19

Texti af bls 70 úr viðbragðsáætlun almannavarna .
https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/ite…
Texti af bls 70 úr viðbragðsáætlun almannavarna .
https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item29596/

Við í MH viljum hvetja ykkur nemendur til að mæta í skólann og sinna náminu eins vel og þið hafið gert hingað til. Við förum eftir því sem okkur er ráðlagt og fylgjumst vel með upplýsingum yfirvalda og birtum fréttir á heimasíðunni um leið og staðan breytist. Ef nemendur finna til flensueinkenna þá hvetjum við ykkur til að vera heima og skrá forföll í Innu ( undir 18 ára) eða koma með vottorð að veikindum loknum á skrifstofuna. Nemendur eru líka hvattir til að fylgjast vel með í Innu og þannig ætti námið að geta haldið áfram þrátt fyrir veikindi. Ef það eru einhverjar spurningar þá er velkomið að senda tölvupóst á konrektor@mh.is.

Handspritt er aðgengilegt í kennslustofum, á salernum, bókasafni, matsölu og á skrifstofu. 

Einnig má lesa sér til á vef landlæknis og þar eru líka sérstakar leiðbeingar til barna og ugmenna. Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert.

Baráttan við COVID-19 er verkefni þar sem við verðum að standa saman og sýna ábyrgð. Um leið erum við að tryggja að þau sem eru veik fyrir í samfélaginu séu verndaðir eins og kostur er. Sýnum samfélagslega ábyrgð og gerum okkar besta.  

Í þessu sambandi er gott að hafa í huga orð forseta okkar, Guðna Th. Jóhannessonar, sem sagði „höldum ró okkar og látum óttann ekki ná tökum á okkur.“ 

_____________________________

Students with influenza symptoms are encouraged to stay at home and report an absence in INNA or by email to the office (mh@mh.is). If you need any more information please contact the assistant principal, Helga Jóhannsdóttir (konrektor@mh.is). 

Information from the Directorate of Health can be found at https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/

Students are encouraged to follow instructions but the World Health Organization has published measures on how to be protective against the coronavirus. Click here for further information.

The struggle with COVID-19 is a task where we must stand together and show responsibility. At the same time, we are ensuring that those who are weak in society are protected as far as possible. Show social responsibility and do your best. 

We should have in mind what our president Guðni Th. J’ohannesson said recently: “Stay calm and do not let fear take over.”