Fréttir

Fyrsti dagur prófa

Fyrsti prófdagurinn er runninn upp. Miðgarður er tilbúinn og vonandi allir MH-ingar líka. Gangi ykkur vel í prófunum.
Lesa meira

Gráðostur með vínberjum, gúrka, jógurt og eldpipar...

Í tilefni af hinni árlegu viku bragð- og lyktarskyns í Frakklandi fengu nemendur í frönsku þrjá gesti frá Franska sendiráðinu og Alliance Française sem kynntu sjö fæðutegundir og þrjú krydd. Renaud, Jean-François og Florent hvöttu nemendur til að tengja saman ólíkar fæðutegundir til að galdra fram nýtt og gott bragð.
Lesa meira

Dimission

Í dag er síðasti kennsludagur fyrir jól og líka allra síðasti kennsludagur þeirra sem eru að fara að útskrifast. Af því tilefni buðu útskriftarefnin nemendum og starfsfólki skólans upp á skemmtun á sal. Takk fyrir okkur og gangi ykkur vel í prófunum.
Lesa meira

Jólapeysudagurinn

Í dag var jólapeysudagurinn og margir klæddu sig upp í tilefni dagsins. Sumir þóttu taka sig betur út en aðrir og hlutu verðlaun fyrir.
Lesa meira

Grænfáninn kominn í hús

Í framhaldi af söngstund á sal kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti skólanum fána til að staðfesta að skólinn sé grænfánaskóli. Forseti nemendafélagsins ásamt umhverfisnefnd skólans tóku stolt á móti fánanum fyrir hönd MH.
Lesa meira

Söngstund á sal

Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni var hringt á sal í dag. Kór skólans opnaði dagskrána með söngnum Smávinir fagrir, texti eftir Jónas Hallgrímsson, undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Næst sagði Hildur Ýr íslenskukennari nokkur orð um Jónas Hallgrímsson og hans áhuga á íslenskri tungu og benti á að það býr Jónas í okkur öllum. Nemendur og kennarar sungu svo saman tvö lög við undirleik Sigurkarls Stefánssonar líffræðikennara og Bóasar Valdórssonar Sálfræðings. Takk fyrir notalega stund.
Lesa meira

Grímuball

Nemendur MH skemmtu sér vel á grímuballi sem haldið var í Austurbæ í gær. Gaman að sjá alla grímuklædda og í góðum gír.
Lesa meira

Stöðupróf í norsku og sænsku

Árlega býður Menntaskólinn við Hamrahlíð upp á stöðupróf í norsku og sænsku. Hlutverk stöðuprófanna er að meta þekkingu, hæfni og leikni próftaka í viðkomandi tungumáli. Stöðuprófin í norsku og sænsku eru fyrir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli eða eru að ljúka prófum úr 10. bekk. Prófin verða haldin laugardaginn 4.maí kl. 10:00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.
Lesa meira

MH í öðru sæti í „Leiktu betur“

MH varð í öðru sæti í leihússportkeppni framhaldsskólanna, „Leiktu betur“ sem fór fram í Borgarleikhúsinu mánudaginn 4. nóvember. Keppnin er haldin árlega á vegum Hins hússins. Sex lið frá sex framhaldsskólum kepptu: þ,e, frá Borgarholtsskóla, Flensborg, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum við Hamrahlíð Lið MH sigraði „Sleiktu hnetur“ sem er árleg leikhússportkeppni MH og fór fram í Norðukjallara miðvikudagskvöldið 30. október. Lið MH skipuðu Áslaug María Þórsdóttir Dungal, Hera Lind Birgisdóttir, Júlía Karín Kjartansdóttir og Katrín Lóa Hafsteinsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

MH í raunheimum

Eins og áður hefur komið fram er innritun í framhaldsskóla landsins fyrir vorönn 2020 hafin. Þar er MH í raunheimum engin undantekning. Í fréttablaðinu í dag má lesa að ný útgáfa af MH hafi litið dagsins ljós í sýndarveruleika en því miður getum við ekki tekið á móti umsóknum í þann skóla, þó það gæti verið skemmtilegt. Til hamingju Björn Ingi Baldvinsson með skólann þinn, bæði í raunheimum og sýndarveruleika.
Lesa meira