Prófin að hefjast

Lokaprófin hefjast mánudaginn 29. apríl skv. próftöflu. Nemendur sjá sína eigin próftöflu í Innu og þar kemur líka fram klukkan hvað prófin byrja. Nemendur sem hafa sótt um að breyta prófi þurfa að athuga að próftaflan í Innu hefur ekki breyst og allar upplýsingar um breyttan próftíma er í tölvupósti til hvers og eins frá prófstjóra. Passið vel upp á að skoða þetta vel svo þið missið ekki af prófi. Allir nemendur fengu tölvupóst frá prófstjóra þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi próftökur í MH. Þar er einnig hlekkur á hvar prófin eru staðsett í húsinu hverju sinni . Þessar upplýsingar verða einnig settar á upplýsingaskjáina í skólanum - skólaskjáinn. Gangi ykkur sem best og munið að huga vel að hreyfingu, næringu og svefni á meðan á prófatímabili stendur.

Í pósti prófstjóra er m.a. talað um að það er nauðsynlegt að mæta með skilríki með mynd í prófið. Ef þið eigið ekki skilríki af því tagi bendum við á að hægt er að fara til námsráðgjafa, sýna þeim skilríki (t.d. passa eða rafræn skilríki) og fá þar vottað útprent úr Innunni ykkar – með undirskrift og stimpli skólans.  Sjá nánar í pósti prófstjóra.