Fréttir

Miðvikudaginn 15. febrúar verður skólinn lokaður vegna útfarar Örnólfs Thorlaciusar fyrrverandi rektors MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð var starfsvettvangur Örnólfs í nær þrjá áratugi. Hann var ráðinn að skólanum á öðru starfsári hans, haustið 1967, og varð þar með fyrsti kennari náttúrufræða í MH og sjálfkjörinn forystumaður skólans á því sviði. Örnólfur tók við embætti rektors sumarið 1980 og gegndi því til ársloka 1995. Í skólanum er hans minnst sem rektors, kennara, rithöfundar og fræðaþular. Hann var  nemendum og samferðafólki eftirminnilegur sem afbragðskennari og viskubrunnur á sviði náttúrufræði og fjölmargra annarra áhugamála. Af hálfu skólans er að leiðarlokum þakkað fyrir allt það góða sem Örnólfur fékk áorkað. Hann auðgaði skólann og þá sem fengu að starfa við hlið hans.

Opið hús fyrir grunnskólanema 23. mars kl. 17:00 - 18:30

Fésbókarsíða MH

Vakin er athygli á fésbókarsíðu skólans en þar er að finna ýmsan fróðleik og upplýsingar.Gott getur verið að fylgjast með þessari síðu.

Nemendur MH taka þátt í Háskólahermi HÍ 2. og 3. febrúar

Í dag og á morgun taka 130 nemendur skólans þátt í Háskólahermi HÍ. Myndbandið hér fyrir neðan gefur smá innsýn í viðfangsefni þeirra þessa tvo daga.  Við vonum að þau hafi bæði gagn og gaman af.

Fræðslufyrirlestur á vegum foreldraráðs MH og Kvennó 1. feb. kl. 19:30 í Kvennaskólanum

Skólafundur NFMH

Skólafundur nemendafélagsins verður á sal mánudaginn 30. janúar og stendur frá 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Loka dagur til þess að tilkynna útskrift til konrektors eða áfangastjóra

Föstudagurinn 20. janúar er loka dagur til þess að tilkynna útskrift til konrektors eða áfangastjóra.

Háskólahermir HÍ - skráning hefst kl. 10:00!

Nemendur (fæddir 1998 og 1999) munið að skrá ykkur í Háskólahermi HÍ þegar skráning hefst kl. 10:00. Fyrstir koma fyrstir fá!

Loka dagur til þess að staðfesta P-áfanga hjá kennara

Þriðjudagurinn 17. janúar er loka dagur til þess að staðfesta samþykkta P-áfanga hjá kennara.

Háskólahermir HÍ - kynning fyrir árganga 1998 og 1999 í MH

Háskóli Íslands mun standa fyrir tilraunaverkefninu Háskólahermi í annað sinn dagana 2. og 3. febrúar 2017. Háskólahermir er námskynning fyrir framhaldsskólanemendur og felur í stuttu mál í sér að framhaldsskólanemar fá tækifæri til þess að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og sækja fjölbreytt námskeið af hinum fimm fræðasviðum skólans. Meiri upplýsingar má finna hér.Nemendum MH sem fædd eru 1998 eða 1999 gefst tækifæri til þess að sækja um þátttöku í þetta sinn og verður kynning á sal kl. 12:25 fimmtudaginn 12. janúar.