Dimmision útskriftarefna MH

Dimmision útskriftarsefna fór fram í dag og er hópurinn sá stærsti í sögu skólans sem útskrifast um jól eða rúmlega 180. Dagurinn hófst á morgunverði inn á Matgarði þar sem starfsfólk og útskriftarefnin komu saman. Samkvæmt hefðinni var boðið upp á skemmtun kl. 11:30 þar sem útskriftarefnin sýndu skemmtiatriði við mikla lukku samnemenda.
Óhætt er að fullyrða að útskriftarefnin hafi verið til fyrirmyndar og skólanum til sóma.