Hollráð fyrir próf

Náms- og starfsráðgjafar MH hvetja nemendur til að mæta vel úthvíldir í próf, að borða hollan og góðan morgunmat á prófdag og mæta tímanlega í próf.

Þegar próf er tekið geta eftirfarandi þættir skipt miklu máli.

  • Vertu jákvæður.
  • Hlustaðu vel á fyrirmæli og leiðbeiningar kennara.
  • Lestu allar leiðbeiningar og spurningar vel.
  • Skrifaðu skýrt og greinilega.
  • Athugaðu vægi spurninga og svaraðu þeim léttu fyrst.
  • Dveldu ekki of lengi við spurningu sem þú getur ekki svarað strax, merktu hana greinilega og geymdu en ekki gleyma henni.
  • Einbeittu þér að prófinu sjálfu og notaðu tímann vel.
  • Leitaðu aðstoðar hjá kennara ef þú ert í vafa um einhver atriði eða ef þú ert í vandræðum.
  • Gættu þess að lenda ekki í tímaþröng.
  • Farðu vel yfir prófið.