Kötturinn Simbi hollvinur MH

Kötturinn Simbi hefur gert sig heimakominn í MH á þessu haustmisseri. Simba virðist líka vel athyglin sem hann fær frá nemendum og starfsfólki skólans og mætir gjarna í tíma en þýska er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hægt er að fylgjast betur með Simba og heimsóknum hans í MH á facebooksíðu skólans.