Nýjar bækur á bókasafni MH

Fjöldi nýrra jólabóka er nú aðgengilegur á bókasafni skólans og kennir þar ýmissa grasa en í boði eru ljóðabækur, skáldsögur og ævisögur auk erlendra bóka. Fyrir aðdáendur íslenskra höfunda getur verið erfitt að ákveða hvaða bók á að lesa fyrst þar sem úrvalið er svo sannarlega fjölbreytt en líkt og fyrri ár verða glæpasagnahöfundar sennilega vinsælastir. Eru nemendur og starfsfólk hvatt til að heimsækja bókasafnið og kynna sér hvað er í boði.

Smelltu hér til að skoða lista yfir nýjar bækur.