10.08.2016
Því miður er símkerfi skólans í ólagi þessa stundina og því ráðleggjum við fólki að senda okkur póst með erindum sínum á mh@mh.is.
09.08.2016
Rafræn skráning/online registration í
stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/.Stöðupróf á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í
Menntaskólanum við Hamrahlíð kl. 16:00 á eftirtöldum dögum:
Danska/Danish (6 einingar/10 fein*),
fös.
12. 8.
Enska/English (9 einingar/15 fein*),
mán.
15. 8.
Franska/French (12 einingar/20 fein*)
fim.
11. 8.
Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*),
fim.
11. 8.
Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*),
fös.
12. 8.
Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*),
fös.
12. 8.
Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5
fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein)
fim.
11. 8.
Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*),
fös.
12. 8.
Þýska/German (12 einingar/20 fein*),
fim.
11. 8.
*hámarks einingafjöldi sem
hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi.Öll prófin hefjast kl. 16:00. Frekari upplýsingar á
skrifstofu skólans s:595-5200 . Sýna
þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.Prófgjald, kr. 8000
fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í
banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á
prófdegi. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til
próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.
(Ensk útgáfa sem hér fer á eftir er erfið aflestrar fyrir talgervil).Placement tests (for Secondary School
credit) will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð according to the timetable above. All tests start at 4 pm.
On-line registration takes
place on the school website http://www.mh.is/skolinn/exam/. For more
information call the school office 595-5200. Everyone sitting the test
must show an ID with a picture.The fee, kr. 8000 per test, should be paid to
the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 26 account no. 106,
id. 460269-3509 before noon on the day of the test. Please provide the name and
identification number of the examinee when paying. Only those that have paid
can sit the exam.
27.06.2016
Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá kl. 14:00 föstudaginn 24. júní. Að
loknum sumarleyfum verður skrifstofan opnuð aftur kl. 10:00 þriðjudaginn 9. ágúst. Our office will be closed for summer holidays from 2 pm on Friday June 24th until 10am on Tuesday, August 9th. Hafið það gott í sumar! Have a nice summer!
20.06.2016
Skrifstofa skólans verður lokuð frá 14:30 þriðjudaginn 21. júní. Lokun vegna sumarleyfa verður svo frá og með 27. júní.
02.06.2016
Þorgerður Ingólfsdóttir er einn af fimm kennurum á öllum skólastigum sem Háskóli Íslands veitti viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf.Á heimasíðu Háskóla Íslands segir: Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar
fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands
miðvikudaginn 1. júní. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins
Hafðu áhrif sem Menntavísindasvið stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst
almenningi kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara á vefsíðunni
hafduahrif.is.
Sögum þjóðþekktra einstaklinga var safnað á vef átaksins og í stuttum
myndböndum sögðu þeir frá kennurum sem hafa haft áhrif á þá. Tilgangur
átaksins var að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu
áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á
einstaklinga og samfélagið.
Viðtökurnar voru afar góðar en nærri 800 manns tóku þátt í átakinu og
tilnefndu 350 kennara á öllum skólastigum. Sérstök valnefnd, skipuð
sérfræðingum Menntavísindasviðs, fór yfir tilnefningarnar samkvæmt
ákveðnum viðmiðum. Niðurstaðan var sú að veita fimm framúrskarandi
kennurum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi viðurkenningar fyrir
framlag þeirra til kennslu. Til hamingju Þorgerður og við öll!
23.05.2016
Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals, listi yfir áfanga í boði á haustönn og listi yfir áfanga sem falla niður.
Dagskrá staðfestingardags mánudagsins 23. maí:
Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00
Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta
sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin.
Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að
vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í haust.
Timetable on course selection day Monday May 23rd:
Teachers assisting with course selection will be available from 9:00 - 11:00.
Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers.
Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.
05.05.2016
Próf hefjast mánudaginn 2. maí og standa til þriðjudagsins 17. maí. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna
skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í
sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.
Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30. Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 8:00 - 18:00 og laugardaginn 7. maí frá kl. 10:00 - 15:00.
Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel
í prófunum!
Final exams start on May 2nd and end on May 17th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam
day at which time they will receive information regarding makeup exams. Students
need to hand in a doctors note at the start of makeup exams.
The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday Friday. The
Library is open Monday Friday from 8 am - 6 pm and on Saturday May 7th from 10 am - 2 pm.
The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!
03.05.2016
Hljómsveitin
Náttsól, skipuð MH-ingum, vann Vodafone FreeZone highschool music contestfyrir stuttu síðan. Keppnin í Istanbúl var tvíþætt. Annars vegar kepptu 25
Tyrkneskar sveitir (fulltrúar ólíkra svæða á Tyrklandi) sín á milli og fengu
ýmis verðlaun og viðurkenningar s.s. skólastyrki og hljóðfærakaupastyrki.
Hinsvegar var alþjóðleg keppni og í henni fengu þrjú lönd viðurkenningar. Malta
og Gana fengu viðurkenningar fyrir sviðsframkomu en Náttsól frá Íslandi (MH) fékk aðal viðurkenninguna sem var "Best
Performance Award". Náttsól vann einnig Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir
stuttu síðan. Til hamingju!
29.04.2016
Útskriftarefni kveðja skólann með skemmtun á sal frá 11:35 til 12:35.
22.04.2016
Nemendur athugið. Próftafla ykkar
er nú aðgengileg á Innu.Nemendur mega sækja um að hliðra
próftöflu sinni ef:
Tvö
próf eru á sama tíma
Þrjú
próf eru á sama degi
Ef
tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu
vegna ferðalaga!
Nemendur
sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir þriðjudaginn
12. apríl.
Spænskupróf - Nemendur í
spænsku 1AA, 1BB og 1CC athugið. Af óviðráðanlegum orsökum
verður lokaprófið í spænsku haldið 11. maí kl. 11. Þeim
nemendum sem vilja frekar taka prófið á áður auglýstum degi, 17. maí kl. 11,
býðst að gera það. Vinsamlegast látið spænskukennara vita ef þið kjósið þann
möguleika.