Fréttir

Lið MH sigraði í Leiktu betur

Laugardaginn 11. nóvember fór fram leiklistarkeppni framhaldsskólanna Leiktu betur en 8 framhaldsskólar kepptu í Borgarleikhúsinu að þessu sinni. Lið MH vann eftir æsispennandi einvígi við FG sem hafði titil að verja. Í liði MH eru Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Diljá Nanna Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir. Þess má geta að þetta var eina kvennaliðið í keppninni og í 12. sinn sem MH vinnur. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

Lið MH, Ofhugsuðir, sigruðu í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Lið MH, Ofhugsuðir, sigruðu í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík 11. nóvember. Þetta er annað árið í röð sem lið MH sigrar í keppninni en að þessu sinni tóku 8 lið þátt í úrslitakeppninni. Lið Ofhugsuða skipa: Gunnar Dofri Viðarsson, liðsstjóri, Árni Haukur Árnason, Birkir Jóhannes Ómarsson, Davíð Sindri Pétursson og Þorsteinn Jónsson. Við óskum þessum glæstu fulltrúum skólans innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

Nýjar bækur á bókasafni MH

Fjöldi nýrra jólabóka er nú aðgengilegur á bókasafni skólans og kennir þar ýmissa grasa en í boði eru ljóðabækur, skáldsögur og ævisögur auk erlendra bóka. Fyrir aðdáendur íslenskra höfunda getur verið erfitt að ákveða hvaða bók á að lesa fyrst þar sem úrvalið er svo sannarlega fjölbreytt en líkt og fyrri ár verða glæpasagnahöfundar sennilega vinsælastir. Eru nemendur og starfsfólk hvatt til að heimsækja bókasafnið og kynna sér hvað er í boði.
Lesa meira

Dagur myndlistar í MH

Miðvikudaginn 1. nóvember kl. 14.15 heldur Kristbergur Pétursson myndlistarmaður kynningu í stofu 11. Eru nemendur jafnt sem starfsfólk boðið velkomið á kynninguna. Kristbergur stundaði nám á sínum tíma við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1979-1985 og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985-1988. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Í verkum sínum sækir Kristbergur innblástur sinn í hafnfirska hraunið og æskuslóðirnar þar sem hann er uppalinn.
Lesa meira

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: • Tvö próf eru á sama tíma • Þrjú próf eru á sama degi • Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 10. nóvember.
Lesa meira

MH-ingar í fjölmiðlum vegna kosninga til Alþingis

Nú styttist í að landsmenn kjósi til Alþingis og í kvöld var forseti nemendafélags MH, Enar Kornelius Leferink, í viðtali í Kastljósinu á RÚV um kosningarnar. Í dag birtist einnig grein á visir.is eftir MH-inginn Lilju Guðmundsdóttur þar sem hún hvetur ungt fólk til að taka þátt í kosningunum.
Lesa meira

Nemendur MH á Umhverfisþingi 2017

Tveir nemendur MH, Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir, fluttu nýlega fyrirlestur á Umhverfisþingi 2017 sem haldið var í Hörpu 20. október sl. Þær komu þar fram sem fulltrúar ungu kynslóðarinnar en fyrirlestur þeirra bar yfirskriftina „Hvernig framtíð viljum við?“
Lesa meira

Vetrarfrí 20.-23. október

Vetrarfrí er dagana 20.-23. október og er skólinn lokaður þessa daga. Við vonum að nemendur og starfsfólk eigi gott vetrarfrí og mæti endurnært til náms og vinnu þriðjudaginn 24. október.
Lesa meira

Kór MH 50 ára

Í dag fagnar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð 50 ára afmæli. Kórinn kom fyrst saman á þessum degi 18. október 1967. Af þessu tilefni er boðið til fagnaðar í kvöld í hátíðarsal skólans kl. 20:00 þar sem kórfélagar, vinir og velunnarar kórsins eru boðnir velkomnir. Kórinn er landsþekktur og hafa mörg verk verið samin fyrir kórana tvo og stjórnandann, Þorgerði Ingólfsdóttur.
Lesa meira

Góður árangur í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Þann 3. október fór fram forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Nokkrir MH-ingar tóku þátt og sigraði Tómas Ingi Hrólfsson í keppni á neðra stigi og Heimir Páll Ragnarsson var í sjötta sæti. Á efra stigi varð Emil Fjóluson Thoroddsen í 19.-20. sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira