Lokun götunnar við Hamrahlíð

Malbikstöðin vinnur að gatnaviðhaldi á Hamrahlíð, á morgun, miðvikudaginn, 15. október - EF veður leyfir. Framkvæmdir hefjast kl. 14:00 en áætlað er að þeim ljúki um kl. 17:00 en verkið er háð veðri og gæti því riðlast aðeins. Lokað verður fyrir umferð um framkvæmdarsvæðið eins og meðfylgjandi lokunarplan sýnir.

Opnað verður fyrir umferð eins fljótt og hægt er..

ATH - einungis er verið að malbika aðra akreinina, frá Kringlumýrarbraut, svo allir sem eru á stæðinu hjá MH komast í áttina að Kringlumýrarbraut.

 

Malbikunarstöðin biðst velvirðingar á öllum truflunum sem þetta kann að valda. Á vef hjá Reykjavíkurborg má sjá fyrirhugaðar lokanir víðsvegar um borgina: