Fréttir

Tónelskir nemendur á útskriftarhátíð MÍT

Í síðustu viku fór fram sannkölluð tónlistarveisla á vegum Menntaskóla í tónlist í Hörpu. Dagskráin stóð frá morgni til kvölds dagana 31. mars til 2. apríl og sýndu nemendur snilldartakta. Útskriftarnemendur MÍT sem einnig stunda bóklegt nám í MH sýndu þar afrakstur síðustu ára úr námi sínu við MÍT. Sannkölluð tónlistarveisla. Á myndinni má sjá Snævar Örn Kristmannsson sem er að ljúka námi af stúdentsbraut MÍT með áherslu á klassískan gítar. Til hamingju öll með árangurinn.

Sigurvegarar í Músíktilraunum 2025

Við vekjum athygli allra á úrslitum í Músíktilraunum sem fóru fram um helgina. MH-ingar voru á meðal þeirrra sem sýndu þar snilldartakta og tóku með sér nokkur verðlaun. Til hamingju með ykkur. Nánari fréttir af Músíktilraunum unga fólksins má lesa hér.

Galdrar í MH

Það var hvorki langferðabíll né rúta heldur Nimbus 2000 sem tók nemendur í galdrabókmenntum alla leið á Galdrasafnið á Hólmavík og til baka á einum degi. 25 galdranemendur MHogwarts tóku flugið frá MH á laugardagsmorgni og slúttuðu annasömum galdraáfanga með ferð á alvöru galdraslóðir. Hólmavík tók á móti hópnum með blankalogni og spegilsléttum sjó, það var töfrum líkast. Nemendur fengu frábæra leiðsögn safnstjórans Önnu Bjargar Þórarinsdóttur og er gaman að geta tvinnað saman áhugamál og nám á þennan hátt.

Andlát - Sif Bjarnadóttir

Sif Bjarnadóttir fyrrverandi dönskukennari í MH verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag föstudag kl. 13:00. Skrifstofan verður því lokuð eftir hádegi í dag. MH-ingar senda fjölskyldu Sifjar sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Leikskólinn Hof í heimsókn

MH fékk góða gesti í gær, 2. apríl þegar 44 leikskólabörn auk kennara af leikskólanum Hofi í Laugardal kíktu í heimsókn.

Misskilningur í skipulagsmálum

Nemendur í myndlist hafa verið að skella sér á myndlistasýningar úti í bæ. Í síðustu viku fóru þau á listasýninguna  "Misskilningur í skipulagsmálum" í Kling & Bang og nutu sýningarinnar.

Þýskir gestir

Í vikunni voru þýskir gestir frá Leipzig í heimsókn í MH. Nemendur og kennarar í þýsku tóku vel á móti þeim og unnu þau saman alla vikuna að því að mynda tengsl og kynnast og nýta til þess tungumálakunnáttu sína en nemendurnir eru flestir komnir í fjórða áfanga í þýsku. Gestirnir fóru einnig í dagsferð um næsta nágrenni Reykjavíkur ásamt gestgjöfunum og áttu góðar stundir saman. Samvera eins og þessi gefur mikið og voru gestirnir mjög þakklátir og upplifðu hlýtt viðmót, gestrisni og áhuga allra sem lét þeim líða vel í heimsókninni. Það er hvetjandi fyrir MH-ingana og stefna þau á að heimsækja þau seinna og halda áfram að nýta sér þær dyr sem opnast með góðri tungumálaþekkingu.

MH-ingar í þýskuþraut

Í dag var verðlaunaafhending í þýskuþrautinni þar sem tveir MH-ingar fengu verðlaun fyrir þriðja og fimmta sæti. MH-ingar hreppnu einni annað og þriðja sæti í stuttmyndakeppni og aukaverðlaun dómnefndar fyrir framúrskarandi teiknimynd sem verið var að veita í fyrsta skipti. Herzliche Glückwünsche

MH sigraði í Gettu betur

Liðið okkar, Menntaskólans við Hamrahlíð, sigraði Menntaskólann á Akureyri í úrslitakeppni Gettu betur í Háskólabíó í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem MH hlýtur Hljóðnemann og í þriðja skipti sem skólinn sigrar keppnina. Við erum ótrúlega stolt af öllum hópnum sem stendur að baki liðinu og óskum ykkur öllum innilega til hamingju.

Shayan á leið í ólympíukeppni í líffræði 2025

Tuttugu mjög efnilegir framhaldsskólanenemar tóku þátt í úrslitum landskeppni framhaldsskólanna í líffræði.