Fréttir

Nýnemar vorannar 2023

Allir sem sóttu um skólavist hjá okkur fyrir vorönn 2023 fengu í dag póst með upplýsingum um næstu skref. Það er alltaf gaman að taka á móti nýju fólki og erum við í MH mjög spennt að hitta ykkur öll í janúar.
Lesa meira

Reiknaðu með mér

Í dag eru nemendur að þreyta stærðfræðipróf og sjálfsagt hefur mikið gengið á við undirbúninginn fyrir þau. Lagið "reiknaðu með mér" sem Björn Jörundur og Ragnheiður Gröndal syngja svo skemmtilega, hefur kannski verið sungið inn á milli dæma til að dreifa huganum.
Lesa meira

Vegna eineltismála sem tilkynnt voru til MH í kjölfar nafnaritunar innan veggja skólans.

Í kjölfar þess að nöfn nokkurra nemenda við MH voru rituð á spegla og víðar á salerni skólans þann 3. október síðastliðinn og þau ýmist beint eða óbeint tengd kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, bárust skólanum kvartanir um einelti frá nemendum sem töldu að nöfn þeirra hefðu að ósekju verið rituð þar eða að öðru leyti verið tengd umfjölluninni. Skólinn vísaði málunum til ráðgjafahóps á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins sem settur var á laggirnar til þess að skoða slík mál.
Lesa meira

Skólagjöld vorannar 2023

Í dag voru skólagjöld lögð á alla nemendur sem voru í fullu námí í MH á haustönn og ætla að halda áfram á vorönn. Eindagi skólagjaldanna er 21. desember.
Lesa meira

Veikindi á prófatíma

Fyrsti prófdagur er á morgun 1. desember og vonandi verðið þið öll til í slaginn. Ef svo óheppilega vill til að þið verðið veik á prófdegi þá þarf að tilkynna það í Innu samdægurs, fyrir kl. 14.00. Passa þarf upp á að skrifa í athugasemd í hvaða prófi veikindin eru.
Lesa meira

Síðasti kennsludagurinn

Í dag var síðasti kennsludagur haustannar 2022. Á morgun er námsmatsdagur þar sem kennarar vinna að námsmati og nemendur fá tækifæri til að skipuleggja prófatörnina sem framundan er. Gangi ykkur sem best í prófunum.
Lesa meira

Síðasti grautur annarinnar

Í dag var boðið upp á síðasta hafragraut annarinnar. Guðmundur IB stallari og Dagný forstöðukona bókasafnsins sáu um að ausa grautinn og buðu að sjálfsögðu líka upp á rúsínur í tilefni jólanna. Hafragrauturinn þakkar fyrir sig þessa önn og mætir aftur til leiks á nýju ári.
Lesa meira

Jólagrauturinn

Hafragrauturinn er í jólabúningi þessa vikuna þar sem boðið er upp á rúsínur til að setja út á grautinn og ausarar grautsins klæðast jólasvuntum.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í MH var haldið upp á dag íslenskrar tungu með því að bjóða nemendum á sal og hlusta á útskrifaða MH-inginn Elínu Elísabetu segja frá Jónasi Hallgrímssyni, hlusta á kórinn og taka þátt í fjöldasöng.
Lesa meira

Græn skref í MH

MH hefur nú lokið fjórum Grænum skrefum af fimm í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi skólans.
Lesa meira