16.05.2022
Sunnudaginn 15. maí kom kór skólans fram í Hörpuhorni í Hörpu á tónleikum en um var að ræða söngdagskrá fjögurra kóra. Kórfélagar tóku þessu tækifæri fagnandi enda lítið verið um tónleikahald á tímum COVID. Næst mun kórinn koma fram á brautskráningu skólans þann 28. maí næstkomandi.
Lesa meira
02.05.2022
Í keppninni Ungir frumkvöðlar fékk lið frá MH verðlaun fyrir ,,Besta hönnunin“ í JA - ungir frumkvöðlar, fyrirtækjasmiðju 2022. Liðið skipa þau Dagur Steinarsson, Gylfi Maron Halldórsson og Hrefna Tryggvadóttir. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Arionbanka sl. föstudag. Nemendur höfðu bæði kynnt vöru fyrir dómara, tekið þátt í vörumessu og svo kynnt hugmyndina fyrir fullum sal og dómurum. Til hamingju öll.
Lesa meira
02.05.2022
Í dag, mánudaginn 2. maí, er fyrsta prófið og eru það eðlisfræði og franska sem eru fyrst á dagskránni. Um helgina sendi prófstjóri póst á alla nemendur um hvernig á að bera sig að í prófunum og minnum við nemendur á að þið getið mætt í inn í prófsalina 10 mínútur fyrir próf. Allar nánari upplýsingar eru í pósti prófstjóra. Gangi ykkur sem best og njótið þess að rifja upp efnið sem þið hafið verið að vinna með alla önnina.
Lesa meira
29.04.2022
Niðurstöður voru að berast úr árlegri þýskuþraut (þýskukeppni framhaldsskólanna) og að þessu sinni var MH-ingurinn Kolbrún Garðarsdóttir í einu af tíu efstu sætunum. Það er allaf gaman þegar okkar fólki gengur vel og óskum við Kolbrúnu innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira
27.04.2022
Fleira var um að vera í hátíðarsal skólans í dag þar sem listir og menning fengu að njóta sín. Nemendur í japönsku í MH tóku þátt í ræðukeppni þar sem þau sögðu sögur, kynntu persónur, töluðu yfir myndbönd, kynntu lokaverkefni í efnafræði, spiluðu tónlist, sýndu sirkuslistir og ýmislegt meira sem þarf japönskuþekkingu til að segja frá.
Lesa meira
27.04.2022
Ljúfir tónar fylltu Miklagarð í dag þegar kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng inn sumarið. Sungin voru fimm falleg lög undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Í síðasta laginu blandaðist kórinn samnemendum sínum og tóku allir viðstaddir undir og sungu saman "Ó blessuð vertu sumarsól" við undirleik Jakobs Freys Einarssonar. Þetta var virkilega ljúf stund á sal í síðustu kennsluviku annar.
Lesa meira
22.04.2022
10. bekkingar sem misstu af opnu húsi eru velkomnir að koma í heimsókn í vikunni 25.-27. apríl kl. 16:15-17:30. Þeir sem vilja þiggja boðið geta skráð sig á þann dag sem hentar. Á þessum kynningum taka náms- og starfsráðgjafar á móti nemendum og kynna þeim skólann og einnig munu nokkrir núverandi MH-ingar vera til staðar og sýna skólann. Ef þú misstir af opna húsinu 6. apríl þá er þetta tækifæri sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara. Við bendum líka á kynningarefni sem má finna á heimasíðunni.
Lesa meira
22.04.2022
Úrslitakeppnin í Almennu landskeppninni í efnafræði fór fram fyrir páska og áttu nokkrir MH-ingar pláss þar og stóðu sig allir mjög vel. Sérstaklega má geta þess að Embla Nótt Pétursdóttir lenti í fyrsta sæti og Iðunn Björg Arnaldsdóttir í því þriðja. Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2022. Þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem verður haldin í Reykjavík dagana 4.-8. júlí og 54. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni sem verður haldin gegnum netið frá Kína, dagana 10.-20. júlí.
Innilega til hamingju með árangurinn öll sem tókuð þátt.
Lesa meira
08.04.2022
Páskafrí í MH, hefst eftir daginn í dag og stendur til og með 21. apríl. Skrifstofan verður lokuð og opnar ekki aftur fyrr en kl. 8:30 föstudaginn 22. apríl. Við hvetjum ykkur til að njóta páskanna eins og hægt er og safna orku fyrir síðustu vikurnar sem eftir eru af önninni. Við vonumst til að sjá ykkur öll hress eftir páska, gleðilega páska.
____
The Easter holiday starts after today and lasts until April 21st. The office will be closed and will not reopen until 8:30 on Friday, April 22nd. We encourage you to enjoy Easter as much as possible and gather energy for the last weeks of the semester. We hope to see you all refreshed after Easter, Happy Easter.
Lesa meira