Fréttir

Umsóknartímabil á fjölnámsbraut

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á fjölnámsbraut fyrir haustið 2023 og eru áhugasamir nemendur hvattir til að skoða hvað brautin hefur upp á að bjóða.
Lesa meira

Hjúkrunarfræðingurinn

Hjúkrunarfræðingur skólans veturinn 2022-2023 er Sigríður Elísabet Árnadóttir (Sigga Beta). Nemendur geta ýmist komið við eða pantað tíma með því að senda póst á netfangið: sigridur.elisabet.arnadottir@heilsugaeslan.is. Sigga Beta er við á skólatíma á mánudögum og er staðsett við hliðina á netstjórum á fyrstu hæðinni (stofa merkt Gimlé).
Lesa meira

Lið MH í Gettu betur komið í aðra umferð

Lið MH í Gettu betur er komið í aðra umferð eftir að hafa sigrað lið Menntaskólans á Ísafirði með 20 stigum gegn 15. Liðið skipa Auður Ísold Kjerúlf, Flóki Dagsson og Valgerður Birna Magnúsdóttir. Í annarri umferð mætir liðið Fjölbrautaskóla Suðurlands og fer viðureignin fram miðvikudaginn 18. janúar. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og góðs gengis í næstu viðureign.
Lesa meira

Gleðilega vorönn 2023

Fyrsti kennsludagurinn á nýrri önn byrjar á morgun fimmtudaginn 5. janúar kl. 9:00, með skólasetningu á sal. Rektor mun taka á móti nemendum og segja nokkur orð og eftir það fara allir til kennslustofu skv. stundatöflunni sem er í Innu.
Lesa meira

Stundatöflur vorannar 2023

Stundatöflur eru tilbúnar í Innu. Eldri nemendur skólans geta sótt um töflubreytingar í gegnum Innu en nýnemar vorannar 2023 þurfa að gera það á skrifstofunni. Allar nánari upplýsingar má finna í bréfi sem fór út til allra fyrr í dag.
Lesa meira

Brautskráning Menntaskólans við Hamrahlíð 21. des.

Brautskráðir voru 78 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af fimm námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 49 nemendur, 19 af náttúrufræðibraut, 4 af félagsfræðabraut, 5 af málabraut og 1 af listdansbraut. Fimm nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Elín Katla Henrysdóttir nemandi á náttúrufræðibraut með 9,26 í meðaleinkunn. Elín Katla hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í líffræði og efnafræði. Semidúx var Sunna Björg Friðjónsdóttir sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,24 í meðaleinkunn. Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Álfheiður Karlsdóttir og Baldur Steindórsson. Kór skólans undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar gegndi stóru hlutverki og flutti nokkur verk auk þess sem aðrir kórfélagar og nýstúdentar fluttu tónlist.
Lesa meira

Einkunnir eru sýnilegar í Innu

Við erum búin að opna fyrir einkunnir í Innu og um leið geta nemendur skoðað valið sitt og staðfest það fyrir næstu önn.
Lesa meira

Staðfestingardagur og birting einkunna

Prófum er lokið og einkunnir munu birtast í Innu eftir hádegi 17. des. Mánudaginn 19. desember er staðfestingardagur þar sem nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína og farið yfir valið fyrir næstu önn. Umsjónarkennarar eru við milli klukkan 10:00-11:00 og má sjá staðsetningu þeirra hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Nýnemar vorannar 2023

Allir sem sóttu um skólavist hjá okkur fyrir vorönn 2023 fengu í dag póst með upplýsingum um næstu skref. Það er alltaf gaman að taka á móti nýju fólki og erum við í MH mjög spennt að hitta ykkur öll í janúar.
Lesa meira

Reiknaðu með mér

Í dag eru nemendur að þreyta stærðfræðipróf og sjálfsagt hefur mikið gengið á við undirbúninginn fyrir þau. Lagið "reiknaðu með mér" sem Björn Jörundur og Ragnheiður Gröndal syngja svo skemmtilega, hefur kannski verið sungið inn á milli dæma til að dreifa huganum.
Lesa meira