Fréttir

Lagningardagar

Lagningadagar hefjast á morgun miðvikudag og standa til föstudags. Þá liggur hefðbundin kennsla niðri en NFMH skipuleggur námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði í samráði við kennara og stjórnendur. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku kennara og nemenda í dagskrá Lagningardaga. T.d. er haldið skólaþing með þjóðfundarsniði og niðurstöður þess kynntar í skólastjórn og skólanefnd. Nánari upplýsingar má finna í dagskrá lagningardaga 2019.
Lesa meira

Minningarstund um Sigurbjörgu Einarsdóttur

Í morgun var haldin minningarstund um Sigurbjörgu Einarsdóttur íslenskukennara sem lést síðastliðinn föstudag. Við sendum samúðarkveðjur og hlýja strauma til fjölskyldu Sigurbjargar.
Lesa meira

Ræðukeppni

Ræðukeppni English-Speaking Union á Íslandi fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 16. febrúar. Þrír nemendur kepptu fyrir hönd MH og stóðu sig frábærlega. Þeir voru Árni Dagur Andrésson, Jesus Emilio Zarate Eggertsson og Dagbjartur Kristjánsson. Dagbjartur náði sérlega góðum árangri og lenti í öðru sæti. Við erum ákaflega stolt af nemendum okkar og þökkum þeim fyrir þátttökuna í keppninni. The English Speaking Union's National Public Speaking Competition was held this weekend and MH had three participants: Árni Dagur Andrésson, Jesus Emilio Zarate Eggertsson and Dagbjartur Kristjánsson. They did very well and we are proud of all of them. Dagbjartur Kristjánsson came very close to winning and came in second place. Congratulations to all participants.
Lesa meira

Heilsueflandi framhaldsskóli - nýtt logo

MH er heilsueflandi framhaldsskóli og tökum við þátt í verkefnum því tengdu. Hér til hliðar má sjá nýtt logo verkefnisins.
Lesa meira

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship

BFTF er námstefna í Bandaríkjunum fyrir upprennandi leiðtoga þar sem þeim gefst færi á að kynnast ungu fólki víðsvegar að úr Evrópu og Bandaríkjunum, upplifa bandaríska menningu og menntaumhverfi. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur. Allar upplýsingar um verkefnið og umsóknarferlið eru að finna á heimasíðu sendiráðs Bandaríkjanna https://is.usembassy.gov/education-culture/benjamin-franklin-transatlantic-fellowship/
Lesa meira

Rafsígarettur

Reykingar eru ekki leyfðar innan veggja skólans eða á skólalóðinni - sömu reglur gilda um rafsígarettur. Á heilsuvera.is má lesa sig til um rafsígarettur og einnig taka próf til að kanna hversu mikið við vitum um skaðsemi þeirra. Stöndum saman gegn notkun rafsígaretta og virðum tilverurétt nemenda sem ekki reykja.
Lesa meira

Office 365 fyrir nemendur

Nemendur MH hafa nú aðgang að Office 365 hugbúnaðarpakkanum. Leiðbeiningar um uppsetningu er hægt að nálgast hér á heimasíðu skólans undir þjónusta
Lesa meira

Þýskar og franskar kvikmyndir

Þýska sendiráðið er að bjóða upp á ókeypis nemandasýningu í Bíó Paradís á myndina DAS SCHWEIGENDE KLASSENZIMMER (the silent revolution). Hún gerist 1957 í menntaskóla í austurþýskalandi og er byggð á sannsögulegum atburði. Myndin er með enskum texta og er ókeypis í kvöld kl 20 (og ef mætt er tímalega er boðið upp á pop og gos með). Í beinu framhaldi af þýskri mynd er svo hægt að fara á franska kvikmyndaviku sem stendur til 17. febrúar. Þýsku og frönsku kennarar í MH hvetja alla til að kynna sér þetta nánar.
Lesa meira

Háskólahermirinn

Dagana 7. og 8. febrúar taka um 30 nemendur úr MH þátt í Háskólaherminumí HÍ. Þátttakendur heimsækja fræðasvið Háskóla Íslands og leysa ýmis verkefni. Eftir heimsóknina ættu þeir að hafa góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér. Það kostar ekkert að taka þátt í Háskólaherminum. Nemendur fá hádegisverð báða dagana. Háskólahermirinn er hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla. Góða skemmtun.
Lesa meira

Lífffræðikeppni framhaldsskólanna

Nýlega var haldin Líffræðikeppni framhaldsskólanna. Þátttakendur voru 281 þar af 20 úr okkar skóla. Þeir 18 stigahæstu fara áfram í úrtökupróf sem haldið verður 15. mars, þar ræðst hverjir verða í landsliði Íslands sem fer í alþjóðlegu Ólympíukeppnina sem haldin verður í Szeged í Ungverjalandi í júlí 2019. Í 18 manna hópnum voru tveir MH-ingar þau Hafdís Ósk Hrannarsdóttir og Jón Klausen. Það verður spennandi að fylgjast með þeim.
Lesa meira