Fréttir

MH-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Ólympíumeistari ungmenna

MH-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp til sigurs í 200m hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna. Hún setti jafnframt glæsilegt Íslandsmet og hljóp eins og vindurinn á 23,47 sek. Við óskum Guðbjörgu Jónu innilega til hamingju með árangurinn en titillinn er sá fyrsti sem Ísland vinnur á Ólympípuleikum ungmenna frá því þeir hófu göngu sína.
Lesa meira

Októberlota - Hvar á ég að mæta ?

Stundataflan þessa vikuna er með öðru sniði en vanalega.
Lesa meira

Hafragrautur

Í næstu viku - þegar stundataflan verður brotin upp, munum við ekki bera fram hafragraut eins og við erum vön. Við bendum því öllum á að muna eftir að borða hollan og góðan mat áður en komið er í skólann.
Lesa meira

Októberlota

Í vikunni frá mánudeginum 15. okt. til fimmtudags 18. okt. brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma. Tvöfaldir tímar lengjast. Morguntímar teygjast til hádegis (8:30-12:00) og síðdegistímar frá hádegi til rúmlega fjögur (12:45-16:15) og mæta nemendur og kennarar í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í langa tímanum. Athugið að langi tíminn sem er venjulega á föstudagsmorgni verður á mánudagsmorgninum 15. okt. Viðvera í lengdum tvöföldum tíma gildir fyrir alla tíma vikunnar.
Lesa meira

Valvika

Valvika er í gangi og stendur til 14. október. Nemendur velja áfanga fyrir næstu önn og það er úr mörgu að velja
Lesa meira

Alþjóðlegi kennaradagurinn

Alþjóðadagur kennara er árviss viðburður á vegum UNESCO 5. október ár hvert. Þá er kennurum fagnað með margvíslegum hætti og vakin athygli á störfum þeirra.
Lesa meira

Forvarnardagurinn - 3.október

"Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu."
Lesa meira

Mætingayfirlit

Mætingayfirlit hefur verið sent á nemendur og foreldra nemanda yngri en 18 ára.
Lesa meira

Femínistafélagið Embla á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar

Femínistafélagið Embla tók nýlega þátt í Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar. Félagið hefur verið áberandi í jafnréttisumræðunni og er það góð viðurkenning fyrir starf félagsins að vera boðið að vera þátttakandi á Jafnréttisdeginum í Mosfellsbæ.
Lesa meira

“Góður svefn er ódýrasta sálfræðimeðferðin”

Bóas Valdórsson sálfræðingur MH segir í viðtali við Morgunblaðið að svefn sé ódýrasta sálfræðimeðferðin. Í viðtalinu segir Bóas: „Ég reyni að fara yfir þetta allt með þeim og hvað þau geta gert til þess að bæta líðan sína. Þar bendi ég fyrst á ódýr­ustu sál­fræðimeðferðina sem er svefn. Að sofa nægj­an­lega mikið til þess að geta tek­ist á við áskor­an­ir dag­lega lífs­ins óþreytt er senni­lega besta ráðið sem hægt er að gefa ungu fólki.“ Menntaskólinn við Hamrahlíð var einn af fyrstu framhaldsskólum landsins til að ráða sálfræðing til starfa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
Lesa meira