27.05.2013
Laugardaginn 25. maí voru 203 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Dúx þetta vorið er Berglind Erna
Tryggvadóttir og semidúx er Halla Björg Sigurþórsdóttir en hún lauk einnig flestum einungum eða 192.
Við óskum öllum nýstúdentum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan áfanga!
25.05.2013
Stúdentar verða brautskráðir kl. 14.
Útskriftin tekur um tvo klukkutíma og að henni lokinni verður sameiginleg myndataka nýstúdenta.
24.05.2013
Öll stúdentsefni sem ætla að vera viðstödd útskrift eiga að mæta á útskriftaræfingu föstudaginn 24. maí kl.
18:00.
Þau stúdentsefni sem ekki verða viðstödd útskrift eiga að láta Pálma áfangastjóra vita sem allra fyrst.
08.05.2013
Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um
sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.
Guðmundur Arnlaugsson prófstjóri er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38.
Gangi ykkur vel í prófunum!
03.05.2013
Unnið verður að nauðsynlegri uppfærslu Námsnetsins (Myschool) milli 9 og 15 laugardaginn 4. maí og því verður aðgangi lokað á
meðan. Þau sem þurfa að nota gögn úr Námsnetinu á þessum tíma eru því hvött til þess að sækja þau
fyrir uppfærslu en að henni lokinni verða öll gögn aftur aðgengileg.
26.04.2013
Um nokkurra ára skeið hefur Eðlisfræðifélag Íslands veitt efnilegustu nemendum HÍ og HR hvatningarverðlaun, einum úr hvorum skóla.
Sigtryggur Hauksson fyrrverandi nemandi í MH var HÍ nemandinn sem fékk þessa viðurkenningu á síðasta aðalfundi
Eðlisfræðifélagsins. Til hamingju Sigtryggur!
23.04.2013
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar kalla skemmtunina
Vorvítamín.
Kórfélagar, sem eru 111 talsins á þessari vorönn, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni hefjast um kl.16.00.
Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð
Hamrahlíðarkóranna.
Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a.leikir fyrir
börn,bangsa- og dúkkuspítali, hljóðfærastofa, vísinda- og
tilraunastofa, ljósmyndastofa og fatamarkaður.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.
Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði. Þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra og m.a. verða flutt
nokkur sumar- og ættjarðarlög, sem allir ættu að geta sungið með kórunum.
22.04.2013
Ásdís María Ingvarsdóttir og Oddur Ingi Kristjánsson færðu MH sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri um helgina.
Ásdís María söng lagið Pink Matter með Frank Ocean og Oddur Ingi, sem endurgerði lagið, lék undir á tölvu. Hér er tengill í frétt á mbl.is. Til hamingju Ásdís María og Oddur
Ingi!
08.04.2013
Laugardaginn 6. apríl var haldin árleg keppni Félags frönskukennara og Sendiráðs Frakklands á Íslandi. Um er að ræða keppni
framhaldsskólanema sem senda inn stutt myndbönd þar sem þau tjá sig á frönsku. Í ár var þemað ÁSTIN. Vinningshafi
var Gríma Eir Geirs Irmudóttir nemandi í FRA603. Til hamingju Gríma Eir!
25.03.2013
Nemendur athugið.
Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni
ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf,
eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni
prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 12. apríl.