Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar vilja hressa
fólk með góðri blöndu af vorvítamíni eftir kennaraverkfall og heldur rysjótta tíð.
Kórfélagar, sem eru 118 talsins nú í lok vorannar, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni um
kl.16.00. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð
Hamrahlíðarkóranna. Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a. hljóðfæraleikur og hljóðfærastofa, bangsa- og
dúkkuspítali, vísinda- og tilraunastofa, skátahorn, hárgreiðsla og andlitsmálun, ljósmyndastofa og fatamarkaður..
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.
Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði....
Þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra og m.a. verða flutt nokkur sumar- og ættjarðarlög, sem allir ættu að geta sungið með
kórunum.
Kórarnir flytja fjölda tónverka, sem hafa verið æfð á þessu skólaári s.s. Slóvaskar þjóðvísur eftir
Béla Bartók,
Fjögur íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar, Afmorsvísu eftir Snorra S. Birgisson, Hugsa jeg það hvern
dag eftir Huga Guðmundsson, Upphaf eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
Fögnuð eftir Hauk Tómasson við ljóð Matthíasar Johannessen, auk annarra íslenskra og erlendra þjóðlaga og tónverka
eftir Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Pál
Ísólfsson, Róbert A. Ottósson o.fl.