Breytt próftafla

Breytt próftafla í vor er aðgengileg hér. Prófað verður viku síðar en áætlað var og standa prófin frá 9. maí til 20. maí að meðtöldum laugardögunum 10. og 17. maí. Uppröðun prófa er óbreytt að því undaskildu að vegna ferðar spænskuáfanga hafa próf í spænsku og frönsku verið færð milli daga. Próftaflan verður fljótlega aðgengileg hverjum nemanda í Innu. Umsóknarfrestur vegna breytinga á próftöflu verður auglýstur síðar.