19.11.2013
Leiktu betur spunakeppni framhaldsskólanna var haldin sl. föstudagskvöld. Keppnin var haldin Tjarnarbíói og er hluti af Unglist sem haldin var í
síðustu viku á vegum Hins Hússins og Reykjavíkurborgar. Vel var mætt á keppnina og þurftu margir frá að hverfa vegna húsfyllis.
Leiktu betur er keppni í Lekhússporti sem er spuni þar sem fjögurra manna lið keppa í því að búa til óundirbúna spuna.
Sex skólar sendu lið til keppninnar og var keppnin allhörð.
Lið MH fór með sigur úr bítum í keppninni, sigraði með yfirburðum. Í liðinu voru: Vilhelm Þór Netó, Tómas
Gauti Jóhannsson, Tryggvi Björnsson og Hákon Jóhannesson.
15.11.2013
Á málræktarþingi íslenskrar málnefndar sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu í gær var sérstaklega
fjallað um íslensku sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi. Þar afhenti Guðrún Kvaran, formaður
íslendrar málnefndar, þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir árangursríkt starf á þessu sviði. Meðal þeirra var Valgerður
Garðarsdóttir sem tók við viðurkenningu vegna starfs hennar, Þóreyjar Torfadóttur og annarra hér á bæ í þágu
umrædds nemendahóps, ekki síst vegna þeirrar séraðstoðar utan kennslustunda sem viðkomandi nemendum gefst kostur á. Frétt mbl.is
11.11.2013
Nemendur athugið.
Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um
að hliðra próftöflu sinni ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta
próftöflu vegna ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 8. nóvember.
Próftafla í desember 2013
08.11.2013
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti
"Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt
fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra
hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd.
Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að
vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er".
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti undirritaður
af samstarfsaðilum
Sýndu í verki að þú sért á móti einelti og skrifaðu undir þjóðarsáttmálann
Í Menntaskólanum við Hamrahlíð er einelti ekki liðið. Ef grunur vaknar um einelti meðal nemenda eða starfsmanna skal
strax tekið á málum.
Hér má lesa hver er stefna og viðbragðsáætlun MH gegn einelti
Stefna og viðbragsáætlun MH gegn einelti
17.10.2013
Skólinn er lokaður vegna haustfrís föstudaginn 18. og mánudaginn 21. október.
Hafið það gott í haustfríinu!
14.10.2013
Við óskum Ásgrími Ara Einarssyni, Emil Kára Magnússyni, Guðna Fannari Kristjánssyni, og Kára Gunnarssyni til hamingju með
góðan árangur í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór 8. október
síðastliðinn. Með góðum árangri hafa þessir nemendur áunnið sér rétt til þátttöku í lokakeppninni
sem fram fer í mars á næsta ári. Þess ber að geta að Kári Gunnarsson var í þriðja sæti á neðra stigi og vann til
bókaverðlauna. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.
08.10.2013
Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2014 verða að velja áfanga fyrir næstu
önn. Valið er bindandi og stendur frá 7.- 14. október. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, skoða ”Upplýsingar um val” og áfanga í boði til að glöggva sig á framgangi valsins.
Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á
heimasíðu MH.
Yfirlit yfir brautir og námsferilsblöð skv. nýrri námskrá má
nálgast hér.
It
is high time to select courses for the spring term 2014.
Now you can enter the courses of your choice for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.
09.10.2013
Aðalfundur Foreldraráðs MH verður miðvikudaginn 9.okt kl 20 í stofu
11.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar
og kosning stjórnar.
Fræðsluerindi kvöldsins er um Núvitund og kynnir Bryndís Jóna
Jónsdóttir notkun gjörhygli til að minnka árekstra í samskiptum foreldra og unglinga.
Allir foreldrar nemenda í MH velkomnir.
01.10.2013
MH hlaut silfurverðlaun í keppninni hjólað í skólann í flokki skóla með yfir 1000 nemendur og starfsmenn.
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann var föstudaginn 27. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veitt voru
verðlaun fyrir flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildar fjölda nemenda og starfsmanna í skólanum og fengu þrír efstu
framhaldsskólarnir í hverjum flokki viðurkenningu fyrir sinn árangur.
Vel gert MH-ingar!
Karen Björk Eyþórsdóttir forseti NFMH og duglegustu hjólagarparnir Sigurrós Eggertsdóttir og Urður Steinunn Önnudóttir Sahr
með verðlaunaskjöld MH.
26.09.2013
Á hverju hausti er foreldrum nýrra nemenda sent fréttabréf með ýmsum hagnýtum upplýsingum og hugleiðingum frá stjórnendum,
kennurum og nemendum. Ritstjórar eru Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson íslenskukennarar.
Í nýju Fréttabréfi til foreldra og forráðamanna
nýnema er boðað til kynningarfundar í skólanum mánudaginn 30. september nk. kl. 20:00 - 21:30. Í
bréfinu gefur að líta dagskrá kynningarfundarins en þar eru einnig stuttir pistlar til hugleiðingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra.
Jafnframt eru þar ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann.
Introductory evening for parents and guardians –Dear parents or guardians of new students attending MH, The school administration wishes to welcome you to an introductory gathering in the school on Monday, September 30th 2013 from 8 pm to 9:30 pm. We look forward to collaborating with you in the education of the young people who
are beginning their studies in MH.