Brautskráning stúdenta föstudaginn 25. maí

Föstudaginn 25. maí kl. 14 fór fram brautskráning stúdenta í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Brautskráðir voru 188 stúdentar, 103 konur og 85 karlar. Skipting nemenda á brautir var eftirfarandi: 67 af félagsfræðabraut, 63 af náttúrufræðibraut, 39 af málabraut og 23 af  IB-braut, 3 af listdansbraut og 7 nemendur luku námi af tveimur brautum. Dúx þetta vorið var Halldór Bjarni Þórhallsson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunn 9.75. Semidúx var Elín Broddadóttir sem brautskráðist af félagsfræðibraut og málabraut með meðaleinkunn 9.40. Einingadúx var Hildur Margrét Jóhannsdóttir sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og lisdansbraut til stúdentsprófs og lauk 201 einingu. Í athöfninni var frumflutt verkið Beisik snilld eftir Halldór Bjarka Arnasson nýstúdent í flutningi hans, Steinunnar Völu Pálsdóttur og Bergs Þórissonar nýstúdenta. Þetta er einungis í annað sinn sem frumflutt er verk nýstúdents við útskrift en áður var það árið 1994. Til hamingju nýstúdentar!